Peugeot verði lúxusmerki PSA Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2013 11:45 Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent
Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent