Innlent

Ærin Gjóska bar í fyrrinótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ærin Gjóska með gimburnar tvær.
Ærin Gjóska með gimburnar tvær.
Ærin Gjóska bar aðfaranótt gærdagsins tveimur gimbrum á bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit. Gjóska er í eigu Gunnhildar Jakobsdóttur frístundabónda sem segir að hrúturinn fái að vera með ánum í haga.

Gunnhildur er með tólf ær og er þetta sú eina sem hefur borið í ár. Það er óvenjulegt að ær beri í janúar, enda er hefðbundinn sauðburðartími ekki fyrr en upp úr lok aprílmánaðar. Vísir hefur ekki upplýsingar um það að ær hafi borið fyrr á þessu ári, en þeir ráðunautar sem Vísir hefur talað við telja það ekki útilokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×