Ein elsta vídeóleiga landsins lokar - "Tæknin tók okkur illilega" Boði Logason skrifar 1. febrúar 2013 13:02 "Ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi Grensásvídeó. Mynd/Svarthöfði.is "Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
"Við erum að loka búllunni og játum okkur sigraða - það er tæknin sem tók okkur illilega,“ segir Ragnar Snorrason, eigandi myndbandaleigunnar Grensásvídeó, sem er ein elsta vídeóleiga landsins og jafnframt ein sú ástsælasta. Leigan lokar í lok mánaðarins þar sem fólk er hreinlega hætt að koma og leigja myndir. „Maður áttaði sig á þessu í haust," segir Ragnar en með tilkomu Sjónvarpss Símans og leigunnar hjá Vodafone, hefur salan dregist mikið saman. „Og líka með niðurhali yfir höfuð." Ragnar er búinn að eiga Grensásvídeó í tíu ár, en leigan sjálf er þrjátíu ára gömul. Hann segir erfitt að þurfa að loka. „Það eru þung skref að þurfa að selja það sem maður er búinn að safna og vanda sig virkilega að kaupa inn gott efni. Það er leiðinlegt að setja þetta á brunaútsölu. Ég ætlaði að lifa á þessu út lífið, en svona er þetta bara. Það er eðlilegt að maður þurfi að játa sig sigraðann fyrir tækninni."Komið með nóg af hinu hefðbundna Vídeóleigur um allan heim eru nú að loka, enda fáir sem fara ennþá út til að leigja sér mynd. Flestir hlaða þeim niður, horfa á þeir í Apple TV eða á leigum í sjónvörpum. „Það er sorglega við þetta er það hvað úrvalið hrynur. Unga fólkið vill vera „main stream" en þegar þú ert orðinn 20 - 30 árum eldri þá gerirðu meiri kröfur. Hingað er að koma fólk um sextugt sem er komið með nóg af hinu hefðbundna og vill horfa á myndir frá Evrópu," segir hann. Eftir öll þessi ár hljóta margir að vera með miklar sektir á bakinu. „Jú það er rétt, þeir verða eltir uppi af sérstakri sveit, þar sem Sylvester Stalone verður formaður," segir hann kíminn. „Nei, en þetta eru gríðarlegar skuldir og margir þjóðfrægir Íslendingar sem hafa stolið af mér, sem ég hugsa ekki vel til. En það eru margir sem hafa stolið myndum af mér, það er stærri hópur en fólk gerir sér grein fyrir," segir hann. En hvað er til ráða, nú þegar vídeóleigan er að loka? „Maður verður bara að afskrifa, ég afskrifa litlu karlana og bankarnir stóru karlana. Það er ekki hægt að eltast við fólk sem á ekki neitt," segir hann.Myndir til sölu á 500 krónur Hvað tekur nú við? „Það er ekki alveg komið á hreint, ég er fyrst og fremst að ganga frá hérna og selja út." Í þessum mánuði ætlar Ragnar að selja lagerinn hjá sér. „Myndirnar verða á 500 til 800 krónur og þáttaseríurnar á 1000 til 1500. Það er ótrúlega margt í boði," segir hann. Og að lokum, hver er uppáhalds kvikmynd, þessa mikla kvikmyndasérfræðings? „Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en sumar myndir get ég horft á aftur og aftur. Ég held ég segi myndin Water, sem er Bollywood-mynd og er ein óþekktasta myndin. Hún er tær snilld," segir hann.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira