Járn í töfluformi ófáanlegt á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2013 16:18 „Fyrir þá sem eru með alvarlegan járnskort eigum við engin lyf nema á sprautuformi sem er rándýrt," segir íslenskur lyfjafræðingur. Járn í töfluformi hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan upp úr áramótum. Aðeins tvö sérlyf sem innihalda járn á töfluformi eru skráð hér á landi. Lyfin tvö sem um ræðir eru Duroferon, sem verið hefur á biðlista frá 18. október, og Ferrous sulphate sem fór á biðlista 7. janúar. „Ástandið er bagalegt. Það er engin spurning," segir Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur í Lyfju í Lágmúla. Ekkert bendir til þess að lyfin verði fáanleg í lyfjaverslunum hér á landi fyrr en í lok mars í fyrsta lagi. Aðalsteinn segir nýjan framleiðanda á Duroferon sýna því lítinn áhuga á að selja töflurnar á Íslandi. Þegar lager Duroferon hér á landi tæmdist hafi fólk snúið sér að Ferrous sulphate og sala á því aukist snarlega.Borða blóðmör í öll mál „Sá sem selur það og framleiðir var ekki undir þetta búinn," segir Aðalsteinn sem segir að fámenni á Íslandi sé orsökin að lyf berist ekki hraðar til landsins en raun ber vitni. „Á sama hátt og það hentar okkur Íslendingum að selja fisk á stóra markaðinn í Þýskalandi og Bretlandi þá gildir það nákvæmlega sama um lyfjamarkaðinn," segir Aðalsteinn. Hann segir lyfjafyrirtæki til að mynda markaðsetja ný lyf í þessum löndum enda sé það skiljanlegt. Aðspurður hvað hægt sé að gera segir Aðalsteinn hægt að fá járnmixtúru sem sé þó rándýr og nánast eingöngu gefin börnum. Þá sé einnig til lyf sem hægt er að sprauta í æð en það sé sömuleiðis afar dýrt. „Lausnin er kannski að láta alla borða blóðmör í öll mál," segir Aðalsteinn meira í gríni en alvöru. Hann minnir þó á að blóðmör og lifrarpylsa sé járnríkasta fæða sem í boði sé.Kemur illa við ófrískar konur Aðalsteinn segir járnskortin meðal annars koma illa við ófrískar konur. „Til dæmis ófrískar konur og konur eftir barnsfæðingar. Fólk sem hefur lent í slæmum áföllum af öðrum toga, t.d. slysum eða annað hefur komið upp á. Langvinnur niðurgangur eða annað. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk þarf á járni að halda." Lyfjaskortur hefur gert vart við sig reglulega síðan Aðalsteinn hóf störf árið 2005. Hann minnir á skort á bólgueyðandi lyfjum á síðasta ári. Þá hafi íbúfen klárast og í kjölfarið önnur bólgueyðandi lyf í lausasölu. Rætt var við Aðalstein í fréttum Stöðvar 2 af því tilefni. „Öðru hverju fáum við ekki ákveðin lyf sem skapast af því að við erum fá og smá. Því eru fáir aðilar sem vilja sinna okkur," segir Aðalsteinn. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
„Fyrir þá sem eru með alvarlegan járnskort eigum við engin lyf nema á sprautuformi sem er rándýrt," segir íslenskur lyfjafræðingur. Járn í töfluformi hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan upp úr áramótum. Aðeins tvö sérlyf sem innihalda járn á töfluformi eru skráð hér á landi. Lyfin tvö sem um ræðir eru Duroferon, sem verið hefur á biðlista frá 18. október, og Ferrous sulphate sem fór á biðlista 7. janúar. „Ástandið er bagalegt. Það er engin spurning," segir Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur í Lyfju í Lágmúla. Ekkert bendir til þess að lyfin verði fáanleg í lyfjaverslunum hér á landi fyrr en í lok mars í fyrsta lagi. Aðalsteinn segir nýjan framleiðanda á Duroferon sýna því lítinn áhuga á að selja töflurnar á Íslandi. Þegar lager Duroferon hér á landi tæmdist hafi fólk snúið sér að Ferrous sulphate og sala á því aukist snarlega.Borða blóðmör í öll mál „Sá sem selur það og framleiðir var ekki undir þetta búinn," segir Aðalsteinn sem segir að fámenni á Íslandi sé orsökin að lyf berist ekki hraðar til landsins en raun ber vitni. „Á sama hátt og það hentar okkur Íslendingum að selja fisk á stóra markaðinn í Þýskalandi og Bretlandi þá gildir það nákvæmlega sama um lyfjamarkaðinn," segir Aðalsteinn. Hann segir lyfjafyrirtæki til að mynda markaðsetja ný lyf í þessum löndum enda sé það skiljanlegt. Aðspurður hvað hægt sé að gera segir Aðalsteinn hægt að fá járnmixtúru sem sé þó rándýr og nánast eingöngu gefin börnum. Þá sé einnig til lyf sem hægt er að sprauta í æð en það sé sömuleiðis afar dýrt. „Lausnin er kannski að láta alla borða blóðmör í öll mál," segir Aðalsteinn meira í gríni en alvöru. Hann minnir þó á að blóðmör og lifrarpylsa sé járnríkasta fæða sem í boði sé.Kemur illa við ófrískar konur Aðalsteinn segir járnskortin meðal annars koma illa við ófrískar konur. „Til dæmis ófrískar konur og konur eftir barnsfæðingar. Fólk sem hefur lent í slæmum áföllum af öðrum toga, t.d. slysum eða annað hefur komið upp á. Langvinnur niðurgangur eða annað. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk þarf á járni að halda." Lyfjaskortur hefur gert vart við sig reglulega síðan Aðalsteinn hóf störf árið 2005. Hann minnir á skort á bólgueyðandi lyfjum á síðasta ári. Þá hafi íbúfen klárast og í kjölfarið önnur bólgueyðandi lyf í lausasölu. Rætt var við Aðalstein í fréttum Stöðvar 2 af því tilefni. „Öðru hverju fáum við ekki ákveðin lyf sem skapast af því að við erum fá og smá. Því eru fáir aðilar sem vilja sinna okkur," segir Aðalsteinn.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira