Garnaveiki í Mývatnssveit í fyrsta skiptið í áratugi 1. febrúar 2013 17:39 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. Dýralæknir búsins sendi þá sýni í samráði við héraðsdýralækni til Tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar sem sjúkdómurinn var staðfestur. Gautlönd eru í Skjálfandahólfi. Í Mývatnssveit hefur ekki verið garnaveiki í að minnsta kosti 60 ár og garnaveiki hefur aldrei verið mjög útbreidd í þessu sauðfjárveikivarnarhólfi. Þess vegna var hætt að bólusetja fé við veikinni fyrir 10 – 15 árum þegar hennar hafði ekki orðið vart í hólfinu í 10 ár en það var í Aðaldal 1988. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s.paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað 1- 1 ½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Hægt er að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi. Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn barst að Gautlöndum en líkur eru á að hann hafi verið nokkur ár að búa um sig þar án þess að bændur hafi getað áttað sig á því. Þess vegna er óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu á fé í varnarhólfinu aftur. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin verður og hvernig að henni verður staðið. Mikilvægt er að bændur í Skjálfandahólfi láti Ólaf Jónsson héraðsdýralækni vita í síma 530 4800 ef þeir hafa orðið varir við að fullorðnar kindur hafi verið að dragast upp með skituköst undanfarin misseri. Héraðsdýralæknir og dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun munu hitta bændur í hólfinu á fundi í Mývatnssveit n.k. mánudag 4. febrúar. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á Félagsbúinu Gautlöndum í Mývatnssveit samkvæmt tilkynningu á vef Matvælastofnunnar. Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar nokkrar kindur veiktust með torkennileg sjúkdómseinkenni. Dýralæknir búsins sendi þá sýni í samráði við héraðsdýralækni til Tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar sem sjúkdómurinn var staðfestur. Gautlönd eru í Skjálfandahólfi. Í Mývatnssveit hefur ekki verið garnaveiki í að minnsta kosti 60 ár og garnaveiki hefur aldrei verið mjög útbreidd í þessu sauðfjárveikivarnarhólfi. Þess vegna var hætt að bólusetja fé við veikinni fyrir 10 – 15 árum þegar hennar hafði ekki orðið vart í hólfinu í 10 ár en það var í Aðaldal 1988. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s.paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað 1- 1 ½ ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Hægt er að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi. Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn barst að Gautlöndum en líkur eru á að hann hafi verið nokkur ár að búa um sig þar án þess að bændur hafi getað áttað sig á því. Þess vegna er óhjákvæmilegt að hefja bólusetningu á fé í varnarhólfinu aftur. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin verður og hvernig að henni verður staðið. Mikilvægt er að bændur í Skjálfandahólfi láti Ólaf Jónsson héraðsdýralækni vita í síma 530 4800 ef þeir hafa orðið varir við að fullorðnar kindur hafi verið að dragast upp með skituköst undanfarin misseri. Héraðsdýralæknir og dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun munu hitta bændur í hólfinu á fundi í Mývatnssveit n.k. mánudag 4. febrúar.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira