Þremur af þeim fjórum sem lögregla handtók í tengslum við skotárás á Eyrarbakka í gærmorgun var sleppt seint í gærkvöldi. Lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra sem kom að árásinni.
Málið virðist eftir því sem fréttastofa kemst næst tengjast frásögn konu af kynferðisofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir sem barn en upplýsingarnar birti hún á síðu sem heitir Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum. Heldur hún því fram að ættingi hennar hafi orðið ósáttur við frásögn hennar og viljað hefna sín með þessum hætti.
