Hart tekist á um stjórnarskrárfrumvarpið í dag Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2013 21:29 Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál." Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Lokaátökin um stjórnarskrárfrumvarpið hófust á Alþingi í dag við upphaf annarrar umræðu um málið. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tala ýmist um bútasaum eða verið sé að hafa alþingismenn að fíflum. Formaður stjórnlaganefndar sagði tíma kominn til að stjórnarandstaðan hætti að stoppa öll þjóðþrifamál. Það er óhætt að segja að önnur umræða um stjórnarskrárfrumvarpið umdeilda hafi byrjað á kunnuglegum nótum í dag. Á meðan stjórnarliðar og þingmenn Hreyfingarinnar töluðu í austur töluðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í vestur. Gert var að deiluefni að önnur umræða væri að hefjast á sama tíma og boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd í fyrramálið. „Er verið að viðurkenna það sem reyndar blasir við öllum að þetta mál er hvorki hrátt né soðið? Það er algerlega óundirbúið. Er þetta viðurkenning að hálfu forystu nefndarinnar að þetta mál hafi ekki verið tilbúið til þessarar umræðu? Er hugmyndin að leggja þetta mál hér fram í einhverjum bútum og bitum sem við ræðum síðan á þeim grundvelli? Ber að líta þannig á að nefndarálitið sé fullbúið plagg eða hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni?" sagði Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Framsóknarflokksins sagði koma sér á óvart að boðað væri til fundar í stjórnlaganefnd þegar heita ætti að málið væri fullklárað frá nefndinni. „Við hljótum því að spyrja hvort þingmenn hafi verið hafðir einhvern veginn að fíflum með því að setja hér inn nefndarálit og athugasemdir ef það á að fara að breyta málinu sem þeir hafa skilað inn álitum fyrir áður en umræðan er tæmd," sagði Gunnar Bragi. Formaður stjórnlaganefndar, Valgerður Bjarnadóttir, sagði ákveðna þingmenn hafa óskað eftir skýringum á ákvæðum frumvarpsins um kosningar til Alþingis og henni hafi þótt sjálfsagt að verða við því en var slegin út af laginu með frammíköllum. Hún náði sér þó fljótt á strik og sagði ábúðarfull: „Ég ætlaði að hjálpa til við að skýra þetta. Þannig eru nú mál oft unnin, þótt þau séu ekki unnin hér í þessu þingi þar sem sem ekkert kemst áfram og menn stoppa öll þjóðþrifamál."
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira