Íslendingur rekur VIP þjónustu í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. janúar 2013 09:30 Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira