Íslendingur rekur VIP þjónustu í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. janúar 2013 09:30 Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks. Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira
Unnar Helgi Daníelsson Beck stofnaði skemmtanaþjónustuna Reykjavík Rocks í maí 2011, þar sem þjónustan snérist um að fara með útlendinga á helstu skemmtistaði borgarinnar. Reksturinn gekk eins og í sögu, en viðskiptavinir hans voru m.a. stórstjörnur á borð við Sean Parker, Sean Lennon, Liv Tyler og Busta Rhymes. Í byrjun þessa árs ákvað hann að færa út kvíarnar, fluttist til London og rekur þar London Rocks.,,Ég tók spontant ákvörðun um að fara til London og láta reyna á þetta þar í byrjun janúar. Við erum auðvitað bara á byrjunarstigi núna en það getur verið mikil vinna að fá réttu kontaktana í svona stórri borg eins og London er. Þetta gengur nú samt vonum framar. Það það eru strax mjög þekktir einstaklingar orðnir möguleikir viðskiptavinir, t.d. Busta Rhymes sem nýtti sér þjónustu Reykjavík Rocks og einnig hefur Chris Brown sýnt okkur áhuga", segir Unnar.Kate Moss sést yfirgefa skemmtistaðinn The Box, en þangað fer Unnar með viðskiptavini sína.Unnar vill bjóða Íslendingum sem eiga leið um London að nýta sér þjónustuna og skoða skemmtanalífið þar með sér, það geti nefnilega verið mjög erfitt og tímafrekt að finna réttu staðina til að fara á þekki maður borgina ekki. Hann segist sjálfur hafa búið í london um tíma árið 2009 og aldrei vitað almennilega hvert best væri að fara. Unnar segir staðina sem hann fer á með London Rocks ekkert slor. Meðal þeirra er The Box, VIP skemmtistaður sem stjörnur eins og Kate Moss, Emma Watson og Snoop Dogg sækja reglulega.The Box.,,Ég var mega heppin að hafa gert þennan díl við the The Box, þetta er eiginlega alveg fáránlega stórt dæmi. Það er rosalega erfitt að fá aðgang til að fara inn og vinur minn sem er umboðsmaður hérna úti hefur t.d bara komist inn einu sinni. Ég fangaði athygli konunnar sem sér um staðinn fyrir að vera í áberandi jakka eftir íslenska hönnuðinn MUNDA og þannig komst ég í kynni við rétta fólkið. Þessi jakki dregur alla að manni í London, enda fáránlega mikill töffarajakki".Línan sem Mundi sýndi á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Föt hans draga að sér athygli og vekja mikla lukku um heim allan, en Unnar segir jakka frá Munda hafa skapað stórt tækifæri fyrir hann.Unnar segir viðbrögðin við London Rocks hafa verið vonum framar og hlutina gerst hratt. Meðal annars hefur vinur Unnars sem er meðlimur í popphljómsveitinni Black Eyed Peas verið að kynna starfsemina fyrir mögulegum viðskiptavinum, svo það er augljóst að Unnar er vel tengdur. Hann hugsar stórt og er stefnan tekin á að stofna samskonar þjónustu í Berlín og New York á næstu árum.Unnar í jakkanum góða.Þeir sem eiga leið um London og hafa áhuga á að taka þátt í ævintýrum Unnars með London Rocks geta haft samband við hann á unnar@reykjavikrocks.is eða á facebook.Rapparinn Busta Rhymes er einn viðskiptavina Reykjavík - og London Rocks.
Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira