Innlent

Flensutilfellum fjölgar

Inflúensutilfellum fer nú fjölgandi, segir á vef Landlæknis. Meðalaldur þeirra sem greinast er um fertugt og hefur flensan verið staðfest í öllum landshlutum nema í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum.

RS veirutilfellum fer einnig fjölgandi, alls 13 einstaklingar voru með staðfesta RS veirusýkingu í síðustu viku. Þar er aðallega um að ræða börn á fyrsta og öðru aldursári.



Hér má sjá línurit frá Landlækni um það hvernig flensan þróast yfir árið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×