Innlent

Sendur í leyfi grunaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi Isavia

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Starfsmaður Isavia á Keflavíkurflugvelli hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna gruns um að hafa brotist inn í tölvukerfi fyrirtækisins.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Það var Eyjan.is sem greindi frá málinu í dag en þar segir ennfremur að maðurinn hafi verið sendur heim í fylgd öryggisvarða. Þá hafi hann starfað hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Ekki er vitað hverslags brot maðurinn er grunaður um, en þau er í rannsókn innan fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×