Innlent

Hringdi 200 sinnum í Neyðarlínuna

Lögreglan handtók konu á heimili sínu rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Hún hafði verið að ónáða starfsmenn Neyðarlínunnar með símhringingum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafðu konan hringt um það bil 200 sinnum í Neyðarlínuna á klukkustundar tímabili. Konan var flutt á lögreglustöð og gisti þar fangageymslur svo að hægt væri að tryggja Neyðarlínu starfsfrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×