Össur ánægður með ákvörðunina 14. janúar 2013 10:48 Össur Skarphéðinsson. „Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Spurður hvort þarna sé ekki hreinlega verið að setja aðildarumræðurnar á ís fram að kosningum svarar Össur neitandi; „Þetta felur í sér að vinna í fjórum köflum verður lögð til hliðar fram til kosninga, en áfram verður unnið að þeim köflum sem búið er að opna, og samningamenn munu sinna þeim áfram," segir Össur. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt var um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir kosningar. Fundað var um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það var áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins, sem vakti titring hjá Samfylkingunni, og úr varð að samkomulag náðist um að hægja með þessum hætti á ferlinu. Össur áréttar að þetta sé ekki hlé, „og þarna er verið að standa við fyrri fyrirheit," segir Össur um þetta helsta stefnumál Samfylkingarinnar. Það hefur þó ekki farið framhjá neinum að málið hefur reynst ríkisstjórninni þungt, og grasrót Vinstri grænna hefur verið afar óánægð með þessa vegferð. „Þetta hefur engin áhrif á samstarfið," segir Össur um afleiðingar þessarar ákvörðunar. „Og svo ég bæti við," segir Össur, „með þessu erum við að standa með lýðræðislegu ferli í málinu, því þessi ákvörðun gefur næstu ríkisstjórn tækifæri til þess að setja sitt mark á þessa kafla." Þess má geta að kaflarnir fjórir sem verða ekki opnaðir á þessari kjörtímabili eru þeir sem varða landbúnað og sjávarútveg og fjárfestingar þeim tengdum. Össur mun nú upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
„Ég er ánægður með ákvörðunina sem við tókum, sem er að hægja á aðildarferlinu," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um samkomulag stjórnarflokkanna að hægja verulega á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Spurður hvort þarna sé ekki hreinlega verið að setja aðildarumræðurnar á ís fram að kosningum svarar Össur neitandi; „Þetta felur í sér að vinna í fjórum köflum verður lögð til hliðar fram til kosninga, en áfram verður unnið að þeim köflum sem búið er að opna, og samningamenn munu sinna þeim áfram," segir Össur. Ríkisstjórnin hittist á aukafundi í dag þar sem rætt var um fyrirkomulag aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir kosningar. Fundað var um málið á milli ráðherra og í þingflokkum stjórnarflokkanna. Það var áramótaávarp Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, á vef flokksins, sem vakti titring hjá Samfylkingunni, og úr varð að samkomulag náðist um að hægja með þessum hætti á ferlinu. Össur áréttar að þetta sé ekki hlé, „og þarna er verið að standa við fyrri fyrirheit," segir Össur um þetta helsta stefnumál Samfylkingarinnar. Það hefur þó ekki farið framhjá neinum að málið hefur reynst ríkisstjórninni þungt, og grasrót Vinstri grænna hefur verið afar óánægð með þessa vegferð. „Þetta hefur engin áhrif á samstarfið," segir Össur um afleiðingar þessarar ákvörðunar. „Og svo ég bæti við," segir Össur, „með þessu erum við að standa með lýðræðislegu ferli í málinu, því þessi ákvörðun gefur næstu ríkisstjórn tækifæri til þess að setja sitt mark á þessa kafla." Þess má geta að kaflarnir fjórir sem verða ekki opnaðir á þessari kjörtímabili eru þeir sem varða landbúnað og sjávarútveg og fjárfestingar þeim tengdum. Össur mun nú upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira