Innlent

IKEA tók umdeildan skógarhöggsmann úr umferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Auglýsing sem var gerð fyrir Ikea í aðdraganda síðustu jóla var tekin úr umferð. Samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að kvartanir bárust frá áhorfanda um efni hennar.

Í auglýsingunni sést hvar skógarhöggsmaður kemur við í IKEA til þess að undirbúa jólin. Hann er svo illskeyttur í fasi þegar hann gengur um verslunina að aðrir gestir verslunarinnar verða dauðskelkaðir þegar þeir sjá hann. Þegar hann er búinn að velja sér jólatré og jólaskraut ljómar hann hins vegar út í eitt.

Samkvæmt heimildum Vísis fékk IKEA umkvartanir vegna auglýsingarinnar og því var ákveðið að taka hana úr birtingu.

Vísir reyndi að ná tali af Kristínu Lind Steingrímsdóttur, markaðsstjóra IKEA, vegna málsins en hún var ekki viðlátin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×