Innlent

Kvikmynd um WikiLeaks tekin upp hér

FB skrifar
Birgitta jónsdóttir
Birgitta jónsdóttir
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum blaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða í Reykjavík og nágrenni.

Ekki hefur verið ráðið í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×