Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga 15. janúar 2013 21:35 Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. Allsherjar og menntamálanefnd kallaði í morgun til sín fjölda gesta til þess að ræða kynferðisbrot gegn börnum í ljósi umræðu síðustu daga eftir að Kastljós greindi frá máli barnaníðingsins Karls Vignis Þorsteinssonar. Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra var tíðrætt á fundinum um Netið og þau tækifæri sem barnaníðingum gefast þar til þess að komast í samband við börn og mynda við þau trúnaðarsamband. Að mati Stefáns þarf því nauðsynlega að ræða hvort lögregla fái heimildir til þess að beita virkum tálbeitum, það er að segja, að hafa frumkvæðið að því að ná sambandi við kynferðisbrotamenn á Netinu í þeim tilgangi að taka þá úr umferð. Björgvin G. Sigurðsson formaður nefndarinnar segir að flestir gestanna hafi verið sammála um að lagaramminn í þessum málum hér á landi sé nokkurnveginn í lagi þótt ýmislegt þurfi að bæta. „Eins og var bent þarna af barnaverndarstofu og fleiri aðilum, þá er netið framtíðarbrotavettvangurinn, eins og þetta hefur þróast á síðustu árum," segir hann. Björgvin segir að í svona stórum réttlætismálum sé nauðsynlegt að beita róttækum úrræðum og því sé hann fylgjandi því að lögregla fái víðtækari heimdildir í þessa veru. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari var á meðal fundargesta. Hún bendir á að lögreglan hafi nú þegar heimildir til að beita tálbeitum upp að vissu marki. Sigríður bendir þó á að Netið hafi gert það að verkum að breyttar aðstæður séu fyrir hendi. „En hvort að við viljum fara þessa leið, sem er að meginstefnu ekki í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu, og okkar lagaumhverfi, það yrði þá að skoða það vandlega hvort að hægt væri að bæta þetta í okkar tilfelli," segir hún.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira