Innlent

Seinheppinn ökumaður játaði stuld

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag tæplega tvítugan ökumann sem missti hafði stjórn á bifreið sinni og ekið á gröfu. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabiss.

Þegar ökumaðurinn ætlaði svo að yfirgefa varðstofu var þar fyrir starfsmaður verslunar sem hafði komið til að tilkynna þjófnað á nokkrum sjónvarpsflökkurum en atvikið náðist á öryggismyndavélar.

Starfsmaðurinn sá ökumanninn og vissi um leið að sá hinn sami hafði verið að verki í versluninni. Hann játaði síðar stuldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×