Innlent

Fjöldi sjúklinga færður í einangrun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi veirusýkinga gerir sjúklingum og starfsfólki Landspítala erfitt fyrir.
Fjöldi veirusýkinga gerir sjúklingum og starfsfólki Landspítala erfitt fyrir. Mynd/ Vilhelm.
Fólk er hvatt til þess að takmarka heimsóknir á Landspítalann eins og framast getur næstu daga. Ástæðan er sú að ástandið á spítalanum er alvarlegt vegna inflúensju, Nóró og RS vírusa. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga þarfnast af þeim sökum einangrunar. Stöðugur straumur sjúklinga er einnig á bráðamóttöku sem þurfa innlögn með eða án einangrunar.

Á vef Landpítalans segir að á sjúkrahúsum liggi sjúklingar sem geti verið mjög viðkvæmir fyrir þessum sýkingum og verði því oft alvarlega veikir ef þeir smitast. Hafi fólk verið með niðurgang, uppköst eða einkenni eins og beinverki, höfuðverk eða hita undanfarna tvo sólarhringa sé eindregið ráðlagt að fresta heimsókn á spítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×