Innlent

Maður fannst meðvitundarlaus í miðbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Talsvert var um útköll vegna ölvunar og hávaða og óláta í heimahúsum.

Skömmu fyrir miðnættið var dyravörður á Ölstofunni sleginn í andlitið af tilefnislausu. Árásarmaðurinn handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Um tvö leytið var tilkynnt um ósætti pars í Breiðholti. Maðurinn skallaði konuna í andlitið og sparkaði í hana. Hann handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag þegar rennur af honum. Konan fór á slysadeild til skoðunar.

Um fjögur leytið var tilkynnt um meðvitundarlausan mann utan við Lebowski bar, trúlega eftir höfuðhögg. Sjúkrabíll flutti hinn slasaða á slysadeild til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×