Innlent

Skóflu kastað inn um glugga

Skófla. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Skófla. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Óprúttinn aðili virðist hafa kastað skóflu inn um glugga á á heimili í miðborginni. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu átti atvikið sér stað skömmu fyrir klukkan sex í morgun.

Skóflan lenti á vinstri olnboga konu sem svaf á dýnu á gólfinu fyrir neðan gluggann.

Þá var tilkynnt um ökumann sem ók utan í kyrrstæða bifreið og ók svo á brott rúmlega 7 í morgun.

Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síðar, en þá var hann búinn að aka á tvær bifreiðar, umferðarmerki og endaði ökuferðina á vegg.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn eigi við veikindi að stríða. Ekki er nákvæmlega greint frá því hvers eðlis þau veikindi eru. Manninum var ekið heim að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×