Innlent

Eldur laus í fatahreinsun í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fatahreinsun við Smiðjuveg í nótt. Þar hafði veruð tilkynnt um að mikinn reyk legði frá húsnæðinu.

Að sögn lögreglunnar var þarna töluverður reykur en lítill eldur sem greiðlega gekk að slökkva. Talið er að eldurinn hafi komið upp í fatapressu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×