Innlent

Kristinn gengur til liðs við Dögun

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur gengið til liðs við stjórnmálaflokkinn Dögun.

Þetta gerði hann um áramótin en það er fréttavefurinn Bæjarins Bestu sem greinir frá þessu.

Þar segir Kristinn að hann hafi komið í flokkinn til að hjálpa til við að móta efnahagsstefnu hans.

Þá segist Kristinn ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann ætli að bjóða sig fram fyrir Dögun í næstu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×