Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys á Sauðárkróki Viggó Jónsson og Höskuldur Kári Schram skrifar 7. janúar 2013 18:12 Mikil hætta skapaðist á Sauðárkróki í nótt þegar mörg þúsund lítrar af saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæði bæjarins. Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys. Það voru vegfarendur sem gerður slökkviliðinu viðvart um klukkan eitt í nótt eftir að þeir tóku eftir torkennilegri gufu frá gáminum. „Til að byrja með lokuðum við svæðinu og sendum síðan tvö hópa af reykköfurum inn í sérstökum búningum til að kanna aðstæður, sjá hver lekinn væri og kannar hvernig væri best að stöðva hann. Þá kom í ljós að það lak úr botninum á þessum tanki og virtist um tæringu að ræða," segir Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri. Talið er að þrjú til fimm þúsund lítrar af saltsýru hafi lekið út en alls voru um átján þúsund lítrar í gáminum. Efnið átti að flytja til Siglufjarðar til efnaúrvinnslu úr rækjuskel. Saltsýra er ætandi efni og afar hættulegt. Hagstæð vindátt bægði hins vegar eiturgufum frá bænum. „Við erum heppnir með vindátt því vind leggur frá bryggjunni og út á sjó. En þetta er hættulegt efni, bæði uppgufun þess og efnið sjálft ef það lendir á húð eða öðru." Vítisóti var notaður til að gera saltsýruna óvirka. „Við þurfum mikið fa öðru efni til að ná sýrustiginu niður. Við notum síðan vatn til að skola þessu í burtu." Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Mikil hætta skapaðist á Sauðárkróki í nótt þegar mörg þúsund lítrar af saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæði bæjarins. Hagstæð vindátt kom í veg fyrir stórslys. Það voru vegfarendur sem gerður slökkviliðinu viðvart um klukkan eitt í nótt eftir að þeir tóku eftir torkennilegri gufu frá gáminum. „Til að byrja með lokuðum við svæðinu og sendum síðan tvö hópa af reykköfurum inn í sérstökum búningum til að kanna aðstæður, sjá hver lekinn væri og kannar hvernig væri best að stöðva hann. Þá kom í ljós að það lak úr botninum á þessum tanki og virtist um tæringu að ræða," segir Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri. Talið er að þrjú til fimm þúsund lítrar af saltsýru hafi lekið út en alls voru um átján þúsund lítrar í gáminum. Efnið átti að flytja til Siglufjarðar til efnaúrvinnslu úr rækjuskel. Saltsýra er ætandi efni og afar hættulegt. Hagstæð vindátt bægði hins vegar eiturgufum frá bænum. „Við erum heppnir með vindátt því vind leggur frá bryggjunni og út á sjó. En þetta er hættulegt efni, bæði uppgufun þess og efnið sjálft ef það lendir á húð eða öðru." Vítisóti var notaður til að gera saltsýruna óvirka. „Við þurfum mikið fa öðru efni til að ná sýrustiginu niður. Við notum síðan vatn til að skola þessu í burtu."
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira