Innlent

Lögreglan sat aðgerðarlaus - fengu myndband af Karli Vigni fyrir jól

Þær Erna Agnarsdóttir og María Haraldsdóttir kvikmynduðu barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson á laun og afhentu lögreglu afrit af upptökunni þann 21. desember síðastliðinn. Þar má sjá Karl Vigni játa á sig fjölmörg brot gegn börnum.

Greint var frá þessu í Kastljósinu í kvöld.

Það var hins vegar ekki fyrr en Kastljós Ríkisútvarpsins hóf umfjöllun sína um brotaferil Karls Vignis að lögreglan yfirheyrði hann. Hann var síðan dæmdur í tveggja vikna gæsluvarðhald í dag.

Ekki náðist í yfirmanna kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, Björgvin Björgvinsson, við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×