Þurfa sjúklingar að taka lán fyrir lyfjunum? Sigurbjörn Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Þann 4. maí nk. er gert ráð fyrir að nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja taki gildi hér á landi. Mikil vinna er í gangi hjá apótekum og opinberum aðilum s.s. Sjúkratryggingum við undirbúning þessa verkefnis. Almennt má segja að þetta nýja kerfi, sem sótt er í stórum dráttum til Danmerkur og annarra Norðurlanda, sé til bóta. Meira jafnræðis er gætt á milli sjúkdóma en nú er og þeir sem nota mikið af lyfjum þurfa að greiða minna en þeir greiða í dag en þeir sem nota lyf sjaldan greiða meira. Það á hins vegar eftir að koma mörgum í opna skjöldu að fyrstu 16 eða 24 þús. krónurnar af verði lyfja á hverju 12 mánaða tímabili greiðir sjúklingur að fullu. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða lægri fjárhæðina. Eftir að upphafsgreiðslunni er lokið greiða sjúklingar fyrst 15% og síðan aðeins 7,5% af verði lyfja. Þegar einstaklingur hefur greitt á tímabilinu tæpar 70 þúsund krónur getur læknir hans sótt um að Sjúkratryggingar greiði lyfin að fullu. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er fjárhæðin 48 þús. kr. Sem betur fer ráða flestir við að greiða 16 þús. kr. eða 24 þús. kr. eða eitthvað hærra í eitt skipti á 12 mánaða tímabili. Ef peningarnir eru ekki til er kreditkortið notað eins og algengt er. Því miður er það þó þannig að nokkur hluti fólks ræður ekki við þessar fjárhæðir og oft er um að ræða sama fólkið og notar ekki eða jafnvel fær ekki heimild fyrir kreditkorti. Starfsfólk apóteka verður stundum vart við í dag að einstaklingar ráða ekki við að innleysa lyfin sín þó um lægri fjárhæðir sé að ræða. Leysa þarf vandann Lyfsalar hafa um langt skeið, eða frá því að undirbúningur að þessu kerfi hófst fyrir alvöru, bent á að vanda þessa fólks þurfi að leysa áður en þetta nýja kerfi verður innleitt og lagt fram tillögur til velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga um hvernig það megi gera. Þau svör hafa fengist m.a. frá velferðarráðuneyti að apótek geti séð um greiðsludreifingu en einnig komi til greina að greiða uppbætur á lífeyri eða að viðkomandi geti leitað til félagsmálayfirvalda eftir aðstoð. Í þessum úrræðum mundu viðkomandi einstaklingar þó ávallt þurfa að leggja út fyrir fyrstu greiðslunni. Það er ekki hlutverk apóteka að stunda lánastarfsemi en vissulega hafa apótek möguleika á að bjóða greiðsludreifingu en þá þarf viðkomandi einstaklingur að hafa kreditkort. Síðan er spurningin um þann hóp sem hefur ekki kreditkort, hvar á hann að afla fjárins, hjá smálánafyrirtæki? Það er heldur nöturlegt í okkar þjóðfélagi sem við viljum kenna við velferð að þeim sem minnst mega sín sé ætlað að taka lán fyrir lyfjunum sínum hvort sem það er sem greiðsludreifing á kreditkorti eða með öðrum hætti. Einhver orðaði það svo að þar væri um að ræða „einkavæðingu félagslegrar aðstoðar“. Nú þegar tæpur mánuður er til stefnu er nauðsynlegt að skýrar línur liggi fyrir um hvernig velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar ætla að mæta vanda þess hóps sem mun ekki hafa ráð á upphafsgreiðslu lyfjakaupa í nýju greiðsluþátttökukerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Þann 4. maí nk. er gert ráð fyrir að nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja taki gildi hér á landi. Mikil vinna er í gangi hjá apótekum og opinberum aðilum s.s. Sjúkratryggingum við undirbúning þessa verkefnis. Almennt má segja að þetta nýja kerfi, sem sótt er í stórum dráttum til Danmerkur og annarra Norðurlanda, sé til bóta. Meira jafnræðis er gætt á milli sjúkdóma en nú er og þeir sem nota mikið af lyfjum þurfa að greiða minna en þeir greiða í dag en þeir sem nota lyf sjaldan greiða meira. Það á hins vegar eftir að koma mörgum í opna skjöldu að fyrstu 16 eða 24 þús. krónurnar af verði lyfja á hverju 12 mánaða tímabili greiðir sjúklingur að fullu. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða lægri fjárhæðina. Eftir að upphafsgreiðslunni er lokið greiða sjúklingar fyrst 15% og síðan aðeins 7,5% af verði lyfja. Þegar einstaklingur hefur greitt á tímabilinu tæpar 70 þúsund krónur getur læknir hans sótt um að Sjúkratryggingar greiði lyfin að fullu. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er fjárhæðin 48 þús. kr. Sem betur fer ráða flestir við að greiða 16 þús. kr. eða 24 þús. kr. eða eitthvað hærra í eitt skipti á 12 mánaða tímabili. Ef peningarnir eru ekki til er kreditkortið notað eins og algengt er. Því miður er það þó þannig að nokkur hluti fólks ræður ekki við þessar fjárhæðir og oft er um að ræða sama fólkið og notar ekki eða jafnvel fær ekki heimild fyrir kreditkorti. Starfsfólk apóteka verður stundum vart við í dag að einstaklingar ráða ekki við að innleysa lyfin sín þó um lægri fjárhæðir sé að ræða. Leysa þarf vandann Lyfsalar hafa um langt skeið, eða frá því að undirbúningur að þessu kerfi hófst fyrir alvöru, bent á að vanda þessa fólks þurfi að leysa áður en þetta nýja kerfi verður innleitt og lagt fram tillögur til velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga um hvernig það megi gera. Þau svör hafa fengist m.a. frá velferðarráðuneyti að apótek geti séð um greiðsludreifingu en einnig komi til greina að greiða uppbætur á lífeyri eða að viðkomandi geti leitað til félagsmálayfirvalda eftir aðstoð. Í þessum úrræðum mundu viðkomandi einstaklingar þó ávallt þurfa að leggja út fyrir fyrstu greiðslunni. Það er ekki hlutverk apóteka að stunda lánastarfsemi en vissulega hafa apótek möguleika á að bjóða greiðsludreifingu en þá þarf viðkomandi einstaklingur að hafa kreditkort. Síðan er spurningin um þann hóp sem hefur ekki kreditkort, hvar á hann að afla fjárins, hjá smálánafyrirtæki? Það er heldur nöturlegt í okkar þjóðfélagi sem við viljum kenna við velferð að þeim sem minnst mega sín sé ætlað að taka lán fyrir lyfjunum sínum hvort sem það er sem greiðsludreifing á kreditkorti eða með öðrum hætti. Einhver orðaði það svo að þar væri um að ræða „einkavæðingu félagslegrar aðstoðar“. Nú þegar tæpur mánuður er til stefnu er nauðsynlegt að skýrar línur liggi fyrir um hvernig velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar ætla að mæta vanda þess hóps sem mun ekki hafa ráð á upphafsgreiðslu lyfjakaupa í nýju greiðsluþátttökukerfi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun