Hver er Fannar Ingi Steingrímsson? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 10:00 14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda." Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
14 ára strákur spilaði seinni hringinn á Strandarvelli um helgina á 61 höggi eða níu höggum undir pari. Hann fór holu í höggi, fékk átta fugla og setti vallarmet af gulum teigum á Hellu. Fannar Ingi Steingrímsson kom, sá og sigraði á öðru stigamóti sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni í golfi. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi spilað betri hring á unglingamótaröðinni áður og ekki úr vegi að komast að því hver þessi bráðefnilegi kylfingur sé. Fannar Ingi verður 15 ára þann 7. október. Hann er uppalinn í Hveragerði og spilar með Golfklúbbi Hveragerðis. Hann spilaði fyrst golf um Verslunarmannahelgina sumarið 2007 en áhuginn kviknaði nokkrum dögum fyrr þegar hann fékk fyrstu kylfuna að gjöf frá föður sínum. Þá hafði faðir hans, Steingrímur Ingason, setið við skjáinn og fylgst með bestu kylfingum heims á Opna breska meistaramótinu í golfi. „Ég horfði á þetta og var alveg hissa hversu skemmtilegt golf gæti verið," segir Steingrímur sem var að horfa á golf í fyrsta skipti. Hann segir Fannar Inga hafa verið fótboltastrák á þeim tíma og hann hafi ákveðið að kaupa handa honum kylfu og sjá hvort hann myndi fá áhuga á golfi. „Núna er öll fjölskyldan í golfi," segir Steingrímur. Fannar Ingi var valinn kylfingur ársins hjá GHG árið 2012.Mynd/GHG Fannar Ingi rifjaði upp fyrstu skrefin á golfvellinum í viðtali við Golf1 á sínum tíma. „Pabbi horfði á Opna breska í fyrsta skipti og fór síðan niðrí Örninn og keypti fyrir mig 7-járn. Síðan þá hef ég verið límdur við völlinn," sagði Fannar Ingi. Um eftirminnilegt mót er að ræða en Padraig Harrington sá til þess að Sergio Garcia tækist ekki að landa sínum fyrsta risamótstitli. Írinn sigraði eftir umspil. Síðan þá hefur Fannar Ingi farið á kostum á golfvellinum. Hann hefur farið utan oftar en einu sinni til að keppni á mótum og náð góðum árangri. Hann stóð til dæmis uppi sem sigurvegari í flokki 13-14 ára drengja á US Kids Holiday Classic á Flórída í desember. Fannar Ingi StefánssonMynd/GSÍmyndir.net Þá hafnaði hann í 3. sæti á Opna finnska meistaramóti unglinga í flokki 14 ára og yngri. „Það er ekki á hverjum degi sem 13 ára Íslendingur leikur hring undir pari og kemst á verðlaunapall í alþjóðlegu móti, það var ekkert minna en stórkostlegt,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari við golf.is að mótinu loknu. Fannar Ingi (lengst til hægri) með góðum félögum á Gufudalsvelli.Mynd/GHG Fannar Ingi vann sigur á meistaramóti GHG á síðasta ári sem verður að teljast magnað afrek hjá 13 ára strák. Kylfingurinn úr blómabænum virðist þroskaður miðað við aldur. Það má lesa úr svörum hans við spurningum um markmiðin í golfinu og lífinu. „Í golfinu er markmiðið að verða atvinnumaður og vinna Masters. Í lífinu er það að vera heiðarlegur við annað fólk," segir Fannar. Fannar Ingi með verðlaun sín á US Kids í desember.Mynd/Úr einkasafni Ljóst er að margir kylfingar geta lært ýmislegt af Fannari Inga og ekki úr vegi að hlusta á ráð hans til annarra kylfinga: „Maður ætti alltaf að taka víti þegar á þarf að halda."
Golf Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira