Lífið

Gísli fær góða dóma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gísli Örn Garðarsson frumsýndi leikritið The Heart of Robin Hood í American Repertoire í Boston í vikunni.

Gísli leikstýrði sýningunni en þurfti að leysa einn leikara af á síðustu stundu því leikarinn sleit liðþófa.

Dómur um leikritið birtist í The Boston Globe daginn eftir frumsýningu og segir gagnrýnandinn Joel Brown að Gísli hafi greinilega verið á heimavelli í hlutverkinu þar sem hann klifraði upp í tré og hoppaði í gegnum hringi á sviðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.