Lífið

Linda djammaði með Jeremy Clarkson í Lundúnum

Linda rekur nú Baðhúsið.
Linda rekur nú Baðhúsið.
Breska götublaðið Daily Mirror fjallar um Lindu Pétursdóttur þar sem hún var að skemmta sér með bíladellukallinum Jeremy Clarkson síðustu nótt. Til þeirra sást á skemmtistaðnum Groucho Club í Lundúnum og eru nokkrar myndir birtar af þeim á vefsíðu Mirror þar sem þau virðast skemmta sér vel.

Í greininni er haft eftir vini Clarkson að Linda hafi hringt í hann. Hún á að hafa týnt töskunni sinni og hringdi því í félaga sinn, en þau hafa verið góðir vinir í áratugi. Clarkson virðist hafa tekið símtali vinkonu sinnar fagnandi og brunaði niður á skemmtistaðinn og sótti hana. Þau fóru svo saman og veifuðu blaðaljósmyndurunum í kveðjuskyni rétt áður.

Félagarnir í Top Gear. Jeremy Clarksons er fyrir miðju.
Í greininni segir að Linda sé stödd í Lundúnum til þess að fara í lúxus meðferð (e. luxurious treatment) og hafði áður birt skilaboð á Twitter þar sem hún vonaðist til þess að hitta Clarkson.

Clarkson er auðvitað Íslendingum vel kunnugur en hann, ásamt tveimur félögum sínum, halda úti vinsælasta bílaþætti veraldar, Top Gear. Þeir komu meðal annars til Íslands þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi fyrir nokkrum árum síðan.

Hægt er að lesa umfjöllun blaðsins og sjá myndir af þeim hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.