Sport

Neville tók sjaldséð viðtal við Paul Scholes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi sérfræðingur Sky Sports, tók skemmtilegt viðtal við Paul Scholes, leikmann Manchester United, á dögunum en leikmaðurinn hefur nú endanlega ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Scholes hefur örsjaldan gefið kost á viðtali á sýnum langa ferli en nú þegar ferill hans er við það að ljúka samþykkti hann að gefa góðvini sínum viðtal.

Hér að ofan má sjá viðtalið sem er stórskemmtilegt en þeir félagar eiga erfitt með að taka hlutunum alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×