Lífið

Nýtt tívolí með nýjum tækjum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Smáratívolís, en þar er að finna um hundrað fjölbreytt tæki fyrir fólk á öllum aldri.
Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Smáratívolís, en þar er að finna um hundrað fjölbreytt tæki fyrir fólk á öllum aldri. fréttablaðið/gva
„Það eru miklar breytingar í gangi hjá okkur og það standa yfir miklar framkvæmdir,“ segir Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri Smáratívolís. Verið er að breyta Skemmtigarðinum í Smáralind í Smáratívolí sem hefur í för með sér mikla endurnýjun. „Við erum með 22 ný tæki sem henta fyrir fólk á öllum aldri. Við erum að skipta út eldri tækjum en þetta verða um hundrað tæki í heildina,“ útskýrir Edda.

Bangsasmiðja er nýtt fyrirbæri á Íslandi. „Þarna geta krakkar og allir þeir sem hafa gaman af böngsum, hannað og búið til sinn bangsa frá grunni, skreytt hann og fá hann svo í kassa til að taka með sér heim.“

Helstu breytingarnar á tækjunum eru að fallturninn fer en í staðinn kemur nýtt trampólín. Stóra rólan verður enn á staðnum. „Endurbætt og betri afgreiðsla hefur verið sameinuð Tívolívinninga-afgreiðslunni sem bætir til muna þjónustu við gestina okkar.“

„Sama félagið stendur að rekstrinum áfram eins og verið hefur en nýja nafnið lýsir betur þeirri starfsemi sem þarna fer fram,“ bætir Edda við.

Smáratívolí, sem er á tveimur hæðum í Smáralind, verður opnað formlega næstkomandi fimmtudag klukkan 14.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.