Stóra tækifærið á Drekasvæðinu Stefán Gíslason skrifar 17. desember 2013 07:00 „Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna‘ að nota‘ hann“, orti Jón Ólafsson fyrir margt löngu. Þessi orð eiga vel við um Drekasvæðið norðaustur af Íslandi. Þar liggur ærinn auður, sem fátt bendir að vísu til að menn kunni að nota. Ég gæti skrifað langt mál um umhverfisþætti sem tengjast olíuvinnslu á Drekasvæðinu, langt mál um áhættuna fyrir vistkerfi þessa viðkvæma hafsvæðis, langt mál um fáránleika þess að dæla enn meiri olíu úr iðrum jarðar á sama tíma og mönnum er fullljóst að það jarðefnaeldsneyti sem þegar er tiltækt dugar til að breyta loftslagi á jörðinni svo mikið að ekki verður aftur snúið, eða langt mál um tvöfalt siðgæði þjóðar sem þykist vilja vera í fararbroddi í umhverfismálum á 21. öldinni. En það hafa aðrir gert. Og þessi grein fjallar heldur ekki um umhverfismál. Hún fjallar um efnahagsmál. Hún fjallar einfaldlega um það hvernig Íslendingar geti grætt sem mest á Drekasvæðinu og á sem stystum tíma. „Stóra tækifærið á Drekasvæðinu“ liggur ekki í því að vinna olíu. Það liggur í því að vinna hana ekki. Það eitt að mikil líkindi séu á því að olía finnist á svæðinu er nóg til þess að skapa Íslendingum tækifæri sem er einstætt á heimsvísu. Þetta tækifæri veitist bara þjóð sem á miklar eldsneytisauðlindir í jörðu, en er ekki byrjuð að nýta þær. Og rétti tíminn er núna!Stóra tækifærið Til að nýta stóra tækifærið á Drekasvæðinu þurfa Íslendingar að lýsa því yfir í samfélagi þjóðanna að þarna sé olía sem Íslendingar ætli aldrei að nýta eða leyfa nýtingu á. Þess í stað hafi stjórnvöld ákveðið að ganga í fararbroddi til móts við nýja og bjartari framtíð án jarðefnaeldsneytis. Í ljósi þessarar ákvörðunar bjóðist Íslendingar til að gegna lykilhlutverki í samstarfi þjóða heims á sviði loftslagsmála. Í framhaldi af ákvörðuninni um að nýta ekki olíuna á Drekasvæðinu munu opnast ný og óvænt tækifæri í rannsóknum og ferðaþjónustu, tækifæri til að byggja upp aðstöðu fyrir norðurslóðarannsóknir og tækifæri til að fá hingað alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsmál og um verndun hafsins, svo eitthvað sé nefnt. Um leið opnast ný tækifæri í markaðssetningu á íslenskum vörum, íslenskri þjónustu, íslenskri þekkingu og íslenskri menningu, jafnvel þótt hún tengist Drekasvæðinu ekki neitt. Tekjurnar sem af þessu leiða verða mun fljótari að skila sér en tekjur af hugsanlegri olíuvinnslu síðar meir. Og það þarf varla að reikna lengi til að fá það út að nettótekjurnar af þessum auði verði miklu hærri en af hugsanlegri olíu. Og þetta verður ekki bara skammtímagróði fyrir mína kynslóð, heldur langtímagróði, bæði fyrir mína kynslóð og þær kynslóðir sem á eftir koma, bæði á Íslandi og í öðrum hlutum heimsþorpsins. Ef við kunnum að nota auðinn á Drekasvæðinu mun kastljós heimsins beinast að þessari huguðu smáþjóð í norðri sem varð fyrst til þess að segja það sem allir vissu og sýna jafnframt í verki að henni væri alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„Þetta land á ærinn auð, ef menn kunna‘ að nota‘ hann“, orti Jón Ólafsson fyrir margt löngu. Þessi orð eiga vel við um Drekasvæðið norðaustur af Íslandi. Þar liggur ærinn auður, sem fátt bendir að vísu til að menn kunni að nota. Ég gæti skrifað langt mál um umhverfisþætti sem tengjast olíuvinnslu á Drekasvæðinu, langt mál um áhættuna fyrir vistkerfi þessa viðkvæma hafsvæðis, langt mál um fáránleika þess að dæla enn meiri olíu úr iðrum jarðar á sama tíma og mönnum er fullljóst að það jarðefnaeldsneyti sem þegar er tiltækt dugar til að breyta loftslagi á jörðinni svo mikið að ekki verður aftur snúið, eða langt mál um tvöfalt siðgæði þjóðar sem þykist vilja vera í fararbroddi í umhverfismálum á 21. öldinni. En það hafa aðrir gert. Og þessi grein fjallar heldur ekki um umhverfismál. Hún fjallar um efnahagsmál. Hún fjallar einfaldlega um það hvernig Íslendingar geti grætt sem mest á Drekasvæðinu og á sem stystum tíma. „Stóra tækifærið á Drekasvæðinu“ liggur ekki í því að vinna olíu. Það liggur í því að vinna hana ekki. Það eitt að mikil líkindi séu á því að olía finnist á svæðinu er nóg til þess að skapa Íslendingum tækifæri sem er einstætt á heimsvísu. Þetta tækifæri veitist bara þjóð sem á miklar eldsneytisauðlindir í jörðu, en er ekki byrjuð að nýta þær. Og rétti tíminn er núna!Stóra tækifærið Til að nýta stóra tækifærið á Drekasvæðinu þurfa Íslendingar að lýsa því yfir í samfélagi þjóðanna að þarna sé olía sem Íslendingar ætli aldrei að nýta eða leyfa nýtingu á. Þess í stað hafi stjórnvöld ákveðið að ganga í fararbroddi til móts við nýja og bjartari framtíð án jarðefnaeldsneytis. Í ljósi þessarar ákvörðunar bjóðist Íslendingar til að gegna lykilhlutverki í samstarfi þjóða heims á sviði loftslagsmála. Í framhaldi af ákvörðuninni um að nýta ekki olíuna á Drekasvæðinu munu opnast ný og óvænt tækifæri í rannsóknum og ferðaþjónustu, tækifæri til að byggja upp aðstöðu fyrir norðurslóðarannsóknir og tækifæri til að fá hingað alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsmál og um verndun hafsins, svo eitthvað sé nefnt. Um leið opnast ný tækifæri í markaðssetningu á íslenskum vörum, íslenskri þjónustu, íslenskri þekkingu og íslenskri menningu, jafnvel þótt hún tengist Drekasvæðinu ekki neitt. Tekjurnar sem af þessu leiða verða mun fljótari að skila sér en tekjur af hugsanlegri olíuvinnslu síðar meir. Og það þarf varla að reikna lengi til að fá það út að nettótekjurnar af þessum auði verði miklu hærri en af hugsanlegri olíu. Og þetta verður ekki bara skammtímagróði fyrir mína kynslóð, heldur langtímagróði, bæði fyrir mína kynslóð og þær kynslóðir sem á eftir koma, bæði á Íslandi og í öðrum hlutum heimsþorpsins. Ef við kunnum að nota auðinn á Drekasvæðinu mun kastljós heimsins beinast að þessari huguðu smáþjóð í norðri sem varð fyrst til þess að segja það sem allir vissu og sýna jafnframt í verki að henni væri alvara.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun