Ferðafrelsi er fyrir almenning 12. mars 2013 06:00 Undanfarna daga hafa birst hér í blaðinu nokkrar greinar skrifaðar gegn ferðafrelsi og til stuðnings frumvarpi til náttúruverndarlaga. Sammerkt með þessum skrifum er sú trú eða skoðun að fólk vilji keyra óhindrað út um allt. Hvort um fáfræði er að ræða hjá þessum greinahöfundum, eða tilraun til að slá ryki í augu fólks veit ég ekki, en ferðafólk almennt er löghlýðið og umgengst náttúru landsins af lotningu og virðingu, enda á ferðinni fólk sem hefur ferðast um landið ár eftir ár og vill gera svo um ókomna tíð. Fólk sem ekur eftir vegslóðum og vill einfaldlega gera það. Nú síðast birtist grein eftir konu sem titlar sig leiðsögumann. Hún spurði fyrir hverja ferðafrelsið væri. Einfalt er að svara því, ferðafrelsið er fyrir allan almenning, en ekki aðeins hópa sem ferðast með leiðsögumanninum og hún hefur tekjur af. Löngum hafa Íslendingar ferðast um landið í sátt og samlyndi, sama hvaða ferðamáti hefur orðið fyrir valinu. Gilt hafa óskráðar reglur sem byggjast á tillitssemi, umburðarlyndi og kurteisi þegar ferðamenn rekast hver á annan. Ferðamenn hafa almennt fylgt þessum óskráðu reglum án vandkvæða. Allra síðustu ár hafa hinsvegar komið fram einstrengingslegar skoðanir þröngs hóps eins og leiðsögumaðurinn viðrar hér. Í þeim skoðunum er óþol gagnvart öðrum, tillitsemi, umburðarlyndi og kurteisi farin, en í staðin komin krafa um lokanir og bönn. Að einn ferðamáti sé öðrum rétthærri. Því miður hafa þessar háværu raddir komist inn í umhverfisráðuneytið og frumvarpið sem nú liggur fyrir. Maður veltir stundum fyrir sér hvort að baki liggi hagsmunir þeirra sem vilja selja útlendingum dýrar gönguferðir fremur en áhugi á nátturuvernd. Áhugafólk um ferðafrelsi ber hag náttúrunnar fyrst og fremst fyrir brjósti, en einnig réttinn til að fá að ferðast um okkar eigið land.Af nægu að taka Leiðsögumaðurinn þolir illa vélarhljóð og bensínstybbu. Til verndar því vill hún loka leiðum og banna akstur. Ég get bent henni á að landið okkar er svo stórt að það er af nægu að taka þar sem hún getur fengið frið fyrir vélarhljóði og bensínstybbu. Hún nefnir sjálf Hvannadalshnúk, en ég get bent henni á aðra staði ef hún hefur áhuga. Leiðsögumaðurinn á örugglega erfitt með að selja fólki ferðir ef ekki má keyra að þeim stöðum sem gengið er um og mögulega trússa fyrir ferðafólkið. En kannski á bílahljóð og bensínstybba við þegar það hentar leiðsögumanninum. Það mætti halda að umræddur leiðsögumaður hafi ekki farið í berjamó, eða í veiðiferð sem frjáls ferðamaður. „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir" eru einmitt mjög sannfærandi. Þar hefur verið ekið svo árum skiptir án þess að nokkur skemmd verði á landi. Og ef leiðsögumaðurnn þekkir enga slíka staði og þarf kortagrunn til að kynnast þeim, þá er það ekki vandamál þeirra sem til þekkja og í raun ótrúlegt að ætlast til þess að slíkum leiðum sé lokað fyrir almenningi, rati þær ekki inn í kortagrunninn. Leiðsögumaðurinn endar sína grein á að stinga nánast upp á að fólk brjóti lög og aki lokaðar leiðir, keyri einfaldlega framhjá lokunarmerkum. Nú veit ég ekki hvernig hún leiðir hópa sína eða hvernig ferðafólk hún umgengst, en þeir ferðamenn sem ég þekki til fylgja lögum eftir bestu vitund og virða lokanir, enda væri annað óábyrgt. Ástæða þess að verið er að mótmæla þessum náttúruverndarlögum er einnmitt sú að fólk vill einföld og skýr lög sem auðvelt er að fara eftir og framfylgja. Lögum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt, en svo er ekki í þessu frumvarpi. Nú þegar hafa yfir 16 þúsund manns skráð sig á vefinn ferdafrelsi.is og þannig mótmælt þessu frumvarpi til náttúrverndarlaga. Það sýnir það svo ekki verður um villst að mjög víðtæk óánægja er með frumvarpið. Skora ég því á Alþingismenn að fylgja vilja ferðafólks og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst hér í blaðinu nokkrar greinar skrifaðar gegn ferðafrelsi og til stuðnings frumvarpi til náttúruverndarlaga. Sammerkt með þessum skrifum er sú trú eða skoðun að fólk vilji keyra óhindrað út um allt. Hvort um fáfræði er að ræða hjá þessum greinahöfundum, eða tilraun til að slá ryki í augu fólks veit ég ekki, en ferðafólk almennt er löghlýðið og umgengst náttúru landsins af lotningu og virðingu, enda á ferðinni fólk sem hefur ferðast um landið ár eftir ár og vill gera svo um ókomna tíð. Fólk sem ekur eftir vegslóðum og vill einfaldlega gera það. Nú síðast birtist grein eftir konu sem titlar sig leiðsögumann. Hún spurði fyrir hverja ferðafrelsið væri. Einfalt er að svara því, ferðafrelsið er fyrir allan almenning, en ekki aðeins hópa sem ferðast með leiðsögumanninum og hún hefur tekjur af. Löngum hafa Íslendingar ferðast um landið í sátt og samlyndi, sama hvaða ferðamáti hefur orðið fyrir valinu. Gilt hafa óskráðar reglur sem byggjast á tillitssemi, umburðarlyndi og kurteisi þegar ferðamenn rekast hver á annan. Ferðamenn hafa almennt fylgt þessum óskráðu reglum án vandkvæða. Allra síðustu ár hafa hinsvegar komið fram einstrengingslegar skoðanir þröngs hóps eins og leiðsögumaðurinn viðrar hér. Í þeim skoðunum er óþol gagnvart öðrum, tillitsemi, umburðarlyndi og kurteisi farin, en í staðin komin krafa um lokanir og bönn. Að einn ferðamáti sé öðrum rétthærri. Því miður hafa þessar háværu raddir komist inn í umhverfisráðuneytið og frumvarpið sem nú liggur fyrir. Maður veltir stundum fyrir sér hvort að baki liggi hagsmunir þeirra sem vilja selja útlendingum dýrar gönguferðir fremur en áhugi á nátturuvernd. Áhugafólk um ferðafrelsi ber hag náttúrunnar fyrst og fremst fyrir brjósti, en einnig réttinn til að fá að ferðast um okkar eigið land.Af nægu að taka Leiðsögumaðurinn þolir illa vélarhljóð og bensínstybbu. Til verndar því vill hún loka leiðum og banna akstur. Ég get bent henni á að landið okkar er svo stórt að það er af nægu að taka þar sem hún getur fengið frið fyrir vélarhljóði og bensínstybbu. Hún nefnir sjálf Hvannadalshnúk, en ég get bent henni á aðra staði ef hún hefur áhuga. Leiðsögumaðurinn á örugglega erfitt með að selja fólki ferðir ef ekki má keyra að þeim stöðum sem gengið er um og mögulega trússa fyrir ferðafólkið. En kannski á bílahljóð og bensínstybba við þegar það hentar leiðsögumanninum. Það mætti halda að umræddur leiðsögumaður hafi ekki farið í berjamó, eða í veiðiferð sem frjáls ferðamaður. „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir" eru einmitt mjög sannfærandi. Þar hefur verið ekið svo árum skiptir án þess að nokkur skemmd verði á landi. Og ef leiðsögumaðurnn þekkir enga slíka staði og þarf kortagrunn til að kynnast þeim, þá er það ekki vandamál þeirra sem til þekkja og í raun ótrúlegt að ætlast til þess að slíkum leiðum sé lokað fyrir almenningi, rati þær ekki inn í kortagrunninn. Leiðsögumaðurinn endar sína grein á að stinga nánast upp á að fólk brjóti lög og aki lokaðar leiðir, keyri einfaldlega framhjá lokunarmerkum. Nú veit ég ekki hvernig hún leiðir hópa sína eða hvernig ferðafólk hún umgengst, en þeir ferðamenn sem ég þekki til fylgja lögum eftir bestu vitund og virða lokanir, enda væri annað óábyrgt. Ástæða þess að verið er að mótmæla þessum náttúruverndarlögum er einnmitt sú að fólk vill einföld og skýr lög sem auðvelt er að fara eftir og framfylgja. Lögum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt, en svo er ekki í þessu frumvarpi. Nú þegar hafa yfir 16 þúsund manns skráð sig á vefinn ferdafrelsi.is og þannig mótmælt þessu frumvarpi til náttúrverndarlaga. Það sýnir það svo ekki verður um villst að mjög víðtæk óánægja er með frumvarpið. Skora ég því á Alþingismenn að fylgja vilja ferðafólks og fella þetta frumvarp.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun