Ferðafrelsi er fyrir almenning 12. mars 2013 06:00 Undanfarna daga hafa birst hér í blaðinu nokkrar greinar skrifaðar gegn ferðafrelsi og til stuðnings frumvarpi til náttúruverndarlaga. Sammerkt með þessum skrifum er sú trú eða skoðun að fólk vilji keyra óhindrað út um allt. Hvort um fáfræði er að ræða hjá þessum greinahöfundum, eða tilraun til að slá ryki í augu fólks veit ég ekki, en ferðafólk almennt er löghlýðið og umgengst náttúru landsins af lotningu og virðingu, enda á ferðinni fólk sem hefur ferðast um landið ár eftir ár og vill gera svo um ókomna tíð. Fólk sem ekur eftir vegslóðum og vill einfaldlega gera það. Nú síðast birtist grein eftir konu sem titlar sig leiðsögumann. Hún spurði fyrir hverja ferðafrelsið væri. Einfalt er að svara því, ferðafrelsið er fyrir allan almenning, en ekki aðeins hópa sem ferðast með leiðsögumanninum og hún hefur tekjur af. Löngum hafa Íslendingar ferðast um landið í sátt og samlyndi, sama hvaða ferðamáti hefur orðið fyrir valinu. Gilt hafa óskráðar reglur sem byggjast á tillitssemi, umburðarlyndi og kurteisi þegar ferðamenn rekast hver á annan. Ferðamenn hafa almennt fylgt þessum óskráðu reglum án vandkvæða. Allra síðustu ár hafa hinsvegar komið fram einstrengingslegar skoðanir þröngs hóps eins og leiðsögumaðurinn viðrar hér. Í þeim skoðunum er óþol gagnvart öðrum, tillitsemi, umburðarlyndi og kurteisi farin, en í staðin komin krafa um lokanir og bönn. Að einn ferðamáti sé öðrum rétthærri. Því miður hafa þessar háværu raddir komist inn í umhverfisráðuneytið og frumvarpið sem nú liggur fyrir. Maður veltir stundum fyrir sér hvort að baki liggi hagsmunir þeirra sem vilja selja útlendingum dýrar gönguferðir fremur en áhugi á nátturuvernd. Áhugafólk um ferðafrelsi ber hag náttúrunnar fyrst og fremst fyrir brjósti, en einnig réttinn til að fá að ferðast um okkar eigið land.Af nægu að taka Leiðsögumaðurinn þolir illa vélarhljóð og bensínstybbu. Til verndar því vill hún loka leiðum og banna akstur. Ég get bent henni á að landið okkar er svo stórt að það er af nægu að taka þar sem hún getur fengið frið fyrir vélarhljóði og bensínstybbu. Hún nefnir sjálf Hvannadalshnúk, en ég get bent henni á aðra staði ef hún hefur áhuga. Leiðsögumaðurinn á örugglega erfitt með að selja fólki ferðir ef ekki má keyra að þeim stöðum sem gengið er um og mögulega trússa fyrir ferðafólkið. En kannski á bílahljóð og bensínstybba við þegar það hentar leiðsögumanninum. Það mætti halda að umræddur leiðsögumaður hafi ekki farið í berjamó, eða í veiðiferð sem frjáls ferðamaður. „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir" eru einmitt mjög sannfærandi. Þar hefur verið ekið svo árum skiptir án þess að nokkur skemmd verði á landi. Og ef leiðsögumaðurnn þekkir enga slíka staði og þarf kortagrunn til að kynnast þeim, þá er það ekki vandamál þeirra sem til þekkja og í raun ótrúlegt að ætlast til þess að slíkum leiðum sé lokað fyrir almenningi, rati þær ekki inn í kortagrunninn. Leiðsögumaðurinn endar sína grein á að stinga nánast upp á að fólk brjóti lög og aki lokaðar leiðir, keyri einfaldlega framhjá lokunarmerkum. Nú veit ég ekki hvernig hún leiðir hópa sína eða hvernig ferðafólk hún umgengst, en þeir ferðamenn sem ég þekki til fylgja lögum eftir bestu vitund og virða lokanir, enda væri annað óábyrgt. Ástæða þess að verið er að mótmæla þessum náttúruverndarlögum er einnmitt sú að fólk vill einföld og skýr lög sem auðvelt er að fara eftir og framfylgja. Lögum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt, en svo er ekki í þessu frumvarpi. Nú þegar hafa yfir 16 þúsund manns skráð sig á vefinn ferdafrelsi.is og þannig mótmælt þessu frumvarpi til náttúrverndarlaga. Það sýnir það svo ekki verður um villst að mjög víðtæk óánægja er með frumvarpið. Skora ég því á Alþingismenn að fylgja vilja ferðafólks og fella þetta frumvarp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst hér í blaðinu nokkrar greinar skrifaðar gegn ferðafrelsi og til stuðnings frumvarpi til náttúruverndarlaga. Sammerkt með þessum skrifum er sú trú eða skoðun að fólk vilji keyra óhindrað út um allt. Hvort um fáfræði er að ræða hjá þessum greinahöfundum, eða tilraun til að slá ryki í augu fólks veit ég ekki, en ferðafólk almennt er löghlýðið og umgengst náttúru landsins af lotningu og virðingu, enda á ferðinni fólk sem hefur ferðast um landið ár eftir ár og vill gera svo um ókomna tíð. Fólk sem ekur eftir vegslóðum og vill einfaldlega gera það. Nú síðast birtist grein eftir konu sem titlar sig leiðsögumann. Hún spurði fyrir hverja ferðafrelsið væri. Einfalt er að svara því, ferðafrelsið er fyrir allan almenning, en ekki aðeins hópa sem ferðast með leiðsögumanninum og hún hefur tekjur af. Löngum hafa Íslendingar ferðast um landið í sátt og samlyndi, sama hvaða ferðamáti hefur orðið fyrir valinu. Gilt hafa óskráðar reglur sem byggjast á tillitssemi, umburðarlyndi og kurteisi þegar ferðamenn rekast hver á annan. Ferðamenn hafa almennt fylgt þessum óskráðu reglum án vandkvæða. Allra síðustu ár hafa hinsvegar komið fram einstrengingslegar skoðanir þröngs hóps eins og leiðsögumaðurinn viðrar hér. Í þeim skoðunum er óþol gagnvart öðrum, tillitsemi, umburðarlyndi og kurteisi farin, en í staðin komin krafa um lokanir og bönn. Að einn ferðamáti sé öðrum rétthærri. Því miður hafa þessar háværu raddir komist inn í umhverfisráðuneytið og frumvarpið sem nú liggur fyrir. Maður veltir stundum fyrir sér hvort að baki liggi hagsmunir þeirra sem vilja selja útlendingum dýrar gönguferðir fremur en áhugi á nátturuvernd. Áhugafólk um ferðafrelsi ber hag náttúrunnar fyrst og fremst fyrir brjósti, en einnig réttinn til að fá að ferðast um okkar eigið land.Af nægu að taka Leiðsögumaðurinn þolir illa vélarhljóð og bensínstybbu. Til verndar því vill hún loka leiðum og banna akstur. Ég get bent henni á að landið okkar er svo stórt að það er af nægu að taka þar sem hún getur fengið frið fyrir vélarhljóði og bensínstybbu. Hún nefnir sjálf Hvannadalshnúk, en ég get bent henni á aðra staði ef hún hefur áhuga. Leiðsögumaðurinn á örugglega erfitt með að selja fólki ferðir ef ekki má keyra að þeim stöðum sem gengið er um og mögulega trússa fyrir ferðafólkið. En kannski á bílahljóð og bensínstybba við þegar það hentar leiðsögumanninum. Það mætti halda að umræddur leiðsögumaður hafi ekki farið í berjamó, eða í veiðiferð sem frjáls ferðamaður. „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir" eru einmitt mjög sannfærandi. Þar hefur verið ekið svo árum skiptir án þess að nokkur skemmd verði á landi. Og ef leiðsögumaðurnn þekkir enga slíka staði og þarf kortagrunn til að kynnast þeim, þá er það ekki vandamál þeirra sem til þekkja og í raun ótrúlegt að ætlast til þess að slíkum leiðum sé lokað fyrir almenningi, rati þær ekki inn í kortagrunninn. Leiðsögumaðurinn endar sína grein á að stinga nánast upp á að fólk brjóti lög og aki lokaðar leiðir, keyri einfaldlega framhjá lokunarmerkum. Nú veit ég ekki hvernig hún leiðir hópa sína eða hvernig ferðafólk hún umgengst, en þeir ferðamenn sem ég þekki til fylgja lögum eftir bestu vitund og virða lokanir, enda væri annað óábyrgt. Ástæða þess að verið er að mótmæla þessum náttúruverndarlögum er einnmitt sú að fólk vill einföld og skýr lög sem auðvelt er að fara eftir og framfylgja. Lögum þar sem jafnræðis og meðalhófs er gætt, en svo er ekki í þessu frumvarpi. Nú þegar hafa yfir 16 þúsund manns skráð sig á vefinn ferdafrelsi.is og þannig mótmælt þessu frumvarpi til náttúrverndarlaga. Það sýnir það svo ekki verður um villst að mjög víðtæk óánægja er með frumvarpið. Skora ég því á Alþingismenn að fylgja vilja ferðafólks og fella þetta frumvarp.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun