Rétt kona á réttum tíma Jón Hrafn Guðjónsson skrifar 12. mars 2013 06:00 Nú er lag ágætu VR-félagar! Það eru kosningar í stéttarfélaginu okkar. Við eigum þess kost þessa dagana að leggja atkvæði okkar á vogarskálarnar og þar með hafa áhrif á hver leiðir kjarabaráttu okkar næstu árin. Það er mitt mat að sitjandi formaður sé ekki sá leiðtogi sem VR þarf á að halda. Hvers vegna? spyr einhver. Fram undan eru erfiðir kjarasamningar og margt sem taka þarf á til að félagsmenn VR geti lifað mannsæmandi lífi. Þetta þrjátíu þúsund manna félag er skipað fólki sem vinnur ólík störf á ólíkum vinnustöðum. Þar koma upp mismunandi þarfir og sjónarmið sem nauðsynlegt er að sætta. VR þarf að sinna þörfum allra þessara hópa og bjóða upp á þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Það þarf að berjast fyrir félagsmenn sína af afli og atorku, veita persónulega þjónustu og síðast en ekki síst hlusta og greina hvað það er sem brennur helst á fólkinu hverju sinni. Sá órói sem hefur einkennt skrifstofu félagsins að undanförnu vekur áleitnar spurningar í mínum huga. Nokkrum starfsmönnum hefur verið sagt upp en mun fleiri hafa þó sjálfir sagt upp störfum og hrökklast burt frá félaginu eftir áralanga þjónustu í þágu félagsins. Það vekur furðu mína að fólk sem var ánægt í starfi og hafði árum saman unnið gott starf fyrir félagsmenn skuli nú kjósa að ganga á dyr og taka með sér ómetanlega þekkingu á högum og þörfum félagsmanna. Einnig finnst mér margt í háttalagi formanns benda til þess að hann setji sjálfan sig í öndvegi en ekki hag félagsins. Ekki eykur það trúverðugleika hans því formaður VR á að vera í senn baráttujaxl og sameiningartákn.Sterk kona með báða fætur á jörðinni VR þarfnast sterks leiðtoga með báða fætur á jörðinni sem hefur háð lífsbaráttuna á þann hátt sem flestir félagsmanna VR hafa gert. Það vill svo til að Ólafía B. Rafnsdóttir, sem nú býður sig fram á móti sitjandi formanni, er einmitt manneskja af þessu tagi. Kona sem hefur gríðarmikla reynslu af vinnumarkaði, m.a. margsinnis sem kosningastjóri og sem starfsmannastjóri 365 miðla um árabil auk þess að hafa sótt sér menntun á sviði mannauðs- og verkefnastjórnunar, sem að mínu mati kemur sér afar vel fyrir formann stéttarfélags. Þar að auki er hún vel kunnug VR, starfaði þar á árum áður við ýmis störf. Þá hefur hún verið virk í félagsmálum gegnum tíðina, t.d. sinnt jafnréttismálum ötullega. Þarna er því enginn nýgræðingur á ferð. Kjósum Ólafíu til formanns VR! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag ágætu VR-félagar! Það eru kosningar í stéttarfélaginu okkar. Við eigum þess kost þessa dagana að leggja atkvæði okkar á vogarskálarnar og þar með hafa áhrif á hver leiðir kjarabaráttu okkar næstu árin. Það er mitt mat að sitjandi formaður sé ekki sá leiðtogi sem VR þarf á að halda. Hvers vegna? spyr einhver. Fram undan eru erfiðir kjarasamningar og margt sem taka þarf á til að félagsmenn VR geti lifað mannsæmandi lífi. Þetta þrjátíu þúsund manna félag er skipað fólki sem vinnur ólík störf á ólíkum vinnustöðum. Þar koma upp mismunandi þarfir og sjónarmið sem nauðsynlegt er að sætta. VR þarf að sinna þörfum allra þessara hópa og bjóða upp á þjónustu sem hæfir hverjum og einum. Það þarf að berjast fyrir félagsmenn sína af afli og atorku, veita persónulega þjónustu og síðast en ekki síst hlusta og greina hvað það er sem brennur helst á fólkinu hverju sinni. Sá órói sem hefur einkennt skrifstofu félagsins að undanförnu vekur áleitnar spurningar í mínum huga. Nokkrum starfsmönnum hefur verið sagt upp en mun fleiri hafa þó sjálfir sagt upp störfum og hrökklast burt frá félaginu eftir áralanga þjónustu í þágu félagsins. Það vekur furðu mína að fólk sem var ánægt í starfi og hafði árum saman unnið gott starf fyrir félagsmenn skuli nú kjósa að ganga á dyr og taka með sér ómetanlega þekkingu á högum og þörfum félagsmanna. Einnig finnst mér margt í háttalagi formanns benda til þess að hann setji sjálfan sig í öndvegi en ekki hag félagsins. Ekki eykur það trúverðugleika hans því formaður VR á að vera í senn baráttujaxl og sameiningartákn.Sterk kona með báða fætur á jörðinni VR þarfnast sterks leiðtoga með báða fætur á jörðinni sem hefur háð lífsbaráttuna á þann hátt sem flestir félagsmanna VR hafa gert. Það vill svo til að Ólafía B. Rafnsdóttir, sem nú býður sig fram á móti sitjandi formanni, er einmitt manneskja af þessu tagi. Kona sem hefur gríðarmikla reynslu af vinnumarkaði, m.a. margsinnis sem kosningastjóri og sem starfsmannastjóri 365 miðla um árabil auk þess að hafa sótt sér menntun á sviði mannauðs- og verkefnastjórnunar, sem að mínu mati kemur sér afar vel fyrir formann stéttarfélags. Þar að auki er hún vel kunnug VR, starfaði þar á árum áður við ýmis störf. Þá hefur hún verið virk í félagsmálum gegnum tíðina, t.d. sinnt jafnréttismálum ötullega. Þarna er því enginn nýgræðingur á ferð. Kjósum Ólafíu til formanns VR!
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun