Innlent

Fundað fram eftir kvöldi á Alþingi

Þingfundur Alþingis mun halda áfram fram eftir kvöldi en það var samþykkt nú fyrir stundu með 24 atkvæðum gegn 13.

Hart var deilt um forgagnsatriði ríkisstjórnar í umræðum um atkvæðagreiðslunnar en 10 mál eru eftir á Alþingi þegar þrír starfsdagar eru eftir. Þannig hvatti Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, meirihlutann til þess að leggja fram raunhæfa áætlun til þess að klára þau mál sem þeim finnst brýnast að ræða.

Meðal mála sem á eftir að ræða er náttúruvernd og niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

Búast má við að þingfundur standi að minnsta kosti til miðnættis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×