Innlent

Reyndi að selja börnin sín á Facebook

Misty VanHorn, tuttugu og tveggja ára móðir frá Oklahoma í Bandaríkjunum hefur verið kærð fyrir að reyna að selja börnin sín á Facebook-síðu sinni til þess að geta borgað tryggingu fyrir kærasta sinn sem situr í fangelsi.

Í samtali við konu frá Arkansas á spjallinu á síðunni sagði hún að börnin tvö, sem eru tíu mánaða og tveggja ára, fengjust fyrir fjögur þúsund dollara, eða um 500 þúsund krónur. Þá bauð hún konunni einnig að kaupa bara barnið sem er tveggja ára, á 1000 dollara, eða um 126 þúsund krónur.

Í samtalinu sagði hún við konuna: „Komdu til Sallisaw til að ná í barnið og allar hennar eigur." Aldrei varð neitt af sölunni því hún sagði vini sínum frá konunni í Arkansas. Ekki fylgir sögunni hvort að börnin séu nú í umsjá barnaverndaryfirvalda, en það verður að teljast afar líklegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×