Þýsk hjón gefa safn íslenskra landabréfa Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Dæmi úr safni Schulte-hjónanna er Íslandskort sem Joris Carolus teiknaði og málaði í Amsterdam á árunum 1630 til 1636. Akureyrarbær mun á næstunni eignast einstakt safn handmálaðra landabréfa af Íslandi sem þýsku hjónin og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum áratugum. „Elstu kortin eru frá byrjun sautjándu aldar en það yngsta er frá árinu 1808," segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Að sögn Þórgnýs kom Gisela fyrst til Íslands til að taka þátt í rannsóknum í Surtsey. Þau hjónin hafi komið hingað í ótal skipti síðan, bæði í vinnuferðir og í frí. Fyrir tíu árum hafi þau fyrst boðið Akureyrarbæ landabréfasafnið til eignar. Fyrir ári hafi þau ítrekað tilboð sitt. „Við spurðum af hverju þau vildu gefa Akureyrarbæ safnið frekar en til dæmis Landmælingum Íslands. Þá kom í ljós rómantíska hliðin á þessari sögu," segir Þórgnýr, sem kveður þau hjónin einfaldlega hafa orðið ástfangin af Akureyri. „Þau komu hingað í brúðkaupsferð og gistu á Hótel KEA. Þau komu líka þegar Karl varð fimmtugur og tóku þá börnin með sér. Þau sögðust vilja að kortin enduðu á Íslandi og gætu best hugsað sér að það verði á Akureyri." Þórgnýr segir Karl og Giselu ekki láta of ströng skilyrði fylgja gjöfinni. „Þau gera ekki kröfu um að bréfin séu sýnd stöðugt heldur að þau séu í öruggri geymslu og sýnd reglulega og að safnið sé til í þeirra nafni. Skuldbindingin sem við göngumst undir er að sýna safnið einu sinni á ári og hafa það ávallt aðgengilegt til rannsókna," segir hann. Kortin verða til sýnis í nokkrar vikur á hverju sumri í Minjasafni Akureyrar. Jafnvel strax næsta sumar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti verið áhugavert efni fyrir gesti og ferðamenn. Þau vilja líka gjarnan að það séu lánaðir hlutar af safninu til sýninga annars staðar innan landsteinanna," segir Þórgnýr. Kortasafnið er uppsett í sérhönnuðu húsi Karls og Giselu í Geisenheim í Þýskalandi. „Þau hafa lagt mikið á sig í áratugi að fylgjast með víða um heim og ná í einstök kort. Það eru sérstaklega stór þakskegg á húsinu til að verja kortin fyrir sólarljósi. Þau segja að þetta sé heildstæðasta einkasafnið af handgerðum Íslandskortum sem til er í heiminum. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verðið örugglega fleiri tugir milljóna," segir Þórgnýr. Gjöfin verður afhent ytra. „Þetta er mjög nákvæmt fólk. Þau vilja að við förum til Þýskalands og tökum við gjöfinni við húsdyrnar. Þau ætla að hætta að eiga safnið um leið og það er komið út úr dyrunum," segir Þórgnýr Dýrfjörð. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Akureyrarbær mun á næstunni eignast einstakt safn handmálaðra landabréfa af Íslandi sem þýsku hjónin og Íslandsvinirnir Karl-Werner Schulte og Gisela Schulte-Daxbök hafa komið sér upp á liðnum áratugum. „Elstu kortin eru frá byrjun sautjándu aldar en það yngsta er frá árinu 1808," segir Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Að sögn Þórgnýs kom Gisela fyrst til Íslands til að taka þátt í rannsóknum í Surtsey. Þau hjónin hafi komið hingað í ótal skipti síðan, bæði í vinnuferðir og í frí. Fyrir tíu árum hafi þau fyrst boðið Akureyrarbæ landabréfasafnið til eignar. Fyrir ári hafi þau ítrekað tilboð sitt. „Við spurðum af hverju þau vildu gefa Akureyrarbæ safnið frekar en til dæmis Landmælingum Íslands. Þá kom í ljós rómantíska hliðin á þessari sögu," segir Þórgnýr, sem kveður þau hjónin einfaldlega hafa orðið ástfangin af Akureyri. „Þau komu hingað í brúðkaupsferð og gistu á Hótel KEA. Þau komu líka þegar Karl varð fimmtugur og tóku þá börnin með sér. Þau sögðust vilja að kortin enduðu á Íslandi og gætu best hugsað sér að það verði á Akureyri." Þórgnýr segir Karl og Giselu ekki láta of ströng skilyrði fylgja gjöfinni. „Þau gera ekki kröfu um að bréfin séu sýnd stöðugt heldur að þau séu í öruggri geymslu og sýnd reglulega og að safnið sé til í þeirra nafni. Skuldbindingin sem við göngumst undir er að sýna safnið einu sinni á ári og hafa það ávallt aðgengilegt til rannsókna," segir hann. Kortin verða til sýnis í nokkrar vikur á hverju sumri í Minjasafni Akureyrar. Jafnvel strax næsta sumar. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti verið áhugavert efni fyrir gesti og ferðamenn. Þau vilja líka gjarnan að það séu lánaðir hlutar af safninu til sýninga annars staðar innan landsteinanna," segir Þórgnýr. Kortasafnið er uppsett í sérhönnuðu húsi Karls og Giselu í Geisenheim í Þýskalandi. „Þau hafa lagt mikið á sig í áratugi að fylgjast með víða um heim og ná í einstök kort. Það eru sérstaklega stór þakskegg á húsinu til að verja kortin fyrir sólarljósi. Þau segja að þetta sé heildstæðasta einkasafnið af handgerðum Íslandskortum sem til er í heiminum. Ef þetta færi allt á uppboð yrði verðið örugglega fleiri tugir milljóna," segir Þórgnýr. Gjöfin verður afhent ytra. „Þetta er mjög nákvæmt fólk. Þau vilja að við förum til Þýskalands og tökum við gjöfinni við húsdyrnar. Þau ætla að hætta að eiga safnið um leið og það er komið út úr dyrunum," segir Þórgnýr Dýrfjörð.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira