Innlent

Skuldastaða ríksins verri en ætla mætti

Fjármálaráðuneytið Hagfræðideild Landsbankans bendir á að fyrirséð útgjöld ríkissjóðs hækka skuldastöðu hans verulega.
Fjármálaráðuneytið Hagfræðideild Landsbankans bendir á að fyrirséð útgjöld ríkissjóðs hækka skuldastöðu hans verulega.
Sé áætluðum lífeyrisskuldbindingum ríkisins og fyrirséðum útgjöldum vegna vanda Íbúðalánasjóðs bætt við heildarskuldir ríkissjóðs hækka þær úr um 1.500 milljónum króna í hátt í 2.000 milljónir.

Þetta kemur fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans sem gefin var út á föstudag. Er þar fjallað um skuldastöðu ríkisins og helstu óvissuþætti er snúa að því markmiði að lækka skuldir ríkissjóðs.

Í Hagsjánni kemur fram að miðað við áætlanir stjórnvalda verði skuldir ríkisins um 1.500 milljarðar í lok árs, eða um 80% af landsframleiðslu.

Til lengri tíma litið sé hins vegar stefnt að því að ná skuldum ríkisins niður í 45 til 50% af landsframleiðslu. Er áætlað að lækkun skulda hefjist á næsta ári þegar búist er við því að afgangur verði af fjárlögum í fyrsta sinn frá bankahruni.

Samkvæmt reikningum hagfræðideildar Landsbankans þarf hins vegar mun meiri afgang úr rekstri ríkisins en fyrirsjáanlegur er á næstu árum til þess að markmiðið um verulega lækkun skulda náist.

Munar þar mestu um að ef ríkissjóður legðist í skuldabréfaútboð til að fjármagna rekstur Íbúðalánasjóðs og standa undir lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs myndu bætast við tæplega 50 milljarðar á ári við rekstrarkostnað hins opinbera samkvæmt útreikningum hagfræðideildarinnar.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×