Innlent

Karlmaður féll í sjóinn

Karlmaður féll milli skips og bryggju við Grandagarð rétt eftir klukkan níu í morgun. Hann var einungis örfáar mínútur í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins en slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu honum til aðstoðar og fluttu til skoðunar á sjúkrahús. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×