Innlent

Vill að ábyrgðaraðilar skóla verði gerðir ábyrgir fyrir ítrekuðu einelti

Eygló Harðardóttir, þingkona.
Eygló Harðardóttir, þingkona.
Eygló Harðardóttir, þingkona, vill að nýjar áherslur verði teknir upp í tengslum við einelti í skólum. Nauðsynlegt sé að snúa sönnunarbyrðinni og gera stjórnendur ábyrga.

„Þetta er hugmynd sem ég fékk eftir að hafa kynnt mér sænska löggjöf," segir Eygló. „Þar er búið að setja lög þess efnis að ábyrgðaraðilar, stjórnendur og sveitarfélög, verði gerðir skaðabótaskildir ef ítrekað kemur ljós að eineltisáætlunum hefur ekki verið fylgt."

Eygló bendir á að þannig sé sönnunarbyrðinni snúið við. Í staðinn fyrir að fórnarlömb þurfi að sanna að einelti hafi átt sér stað þá sé það á ábyrgð stjórnenda að sanna það að brugðist hafa verið eineltinu og reynt að koma í veg fyrir það.

„Það hefur margt batnað," segir Eygló. „Menn gera sér nú grein fyrir hversu alvarlegt einelti er í raun og veru. Þetta er ofbeldi. Það er verið að brjóta niður einstaklinga með andlegu og líkamlegu ofbeldi."

Hún bendir á að afleiðingar eineltis geti haft langvarandi áhrif á einstaklinginn. „Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd þeirra og tengsl við aðra einstaklinga."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×