Ráðherra sakaður um þöggun Sunna Valgerðardóttir skrifar 23. janúar 2013 07:00 Ögmundur Jónasson og Sigurður Ingi Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakaði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um þöggun vegna viðbragða hans við ummælum forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínar Völundardóttur. Ráðherra svaraði fyrirspurnum Sigurðar á Alþingi í gær þar sem rætt var um viðbrögð ráðherra við ummælum Kristínar, en hann hafði sagt þau óeðlileg og að hann væri hjartanlega ósammála þeim. Sigurður sagði slíkt „tilburði til þöggunar í garð embættismanna". „[Flóttamannatúrismi] er þekkt hugtak á Norðurlöndunum og er þá ekki í lagi að embættismenn komi fram án þess að verða fyrir árásum af hæstvirtum ráðherra?" spurði hann. Þá bætti hann við hvort viðbrögð ráðherra yrðu ekki til þess að embættismenn þyrðu ekki að benda á það sem miður færi og að það væri þöggun. Ögmundur þvertók fyrir þá gagnrýni og benti á að málfrelsi ríkti vissulega í landinu en þegar menn ræddu viðkvæm mál eins og hælisleitendur væri nauðsynlegt að gæta tungu sinnar. Hann væri enn á þeirri skoðun að ummæli forstjórans hefðu verið óeðlileg. Og þó hugtakið væri vissulega viðurkennt væri það á sama tíma afar umdeilt. Kristín fundaði um málið með ráðherra á mánudag þar sem ráðherra ákvað að láta skoða alla verkferla Útlendingastofnunar og ætlar að láta af því verða á næstu dögum. „Ég er sannfærður um það að þetta snúist ekki bara um mannafla og fjármagn, heldur einnig um verklag," sagði Ögmundur og bætti við að ekkert nema jákvætt hefði komið út úr fundinum með forstjóra Útlendingastofnunar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakaði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um þöggun vegna viðbragða hans við ummælum forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínar Völundardóttur. Ráðherra svaraði fyrirspurnum Sigurðar á Alþingi í gær þar sem rætt var um viðbrögð ráðherra við ummælum Kristínar, en hann hafði sagt þau óeðlileg og að hann væri hjartanlega ósammála þeim. Sigurður sagði slíkt „tilburði til þöggunar í garð embættismanna". „[Flóttamannatúrismi] er þekkt hugtak á Norðurlöndunum og er þá ekki í lagi að embættismenn komi fram án þess að verða fyrir árásum af hæstvirtum ráðherra?" spurði hann. Þá bætti hann við hvort viðbrögð ráðherra yrðu ekki til þess að embættismenn þyrðu ekki að benda á það sem miður færi og að það væri þöggun. Ögmundur þvertók fyrir þá gagnrýni og benti á að málfrelsi ríkti vissulega í landinu en þegar menn ræddu viðkvæm mál eins og hælisleitendur væri nauðsynlegt að gæta tungu sinnar. Hann væri enn á þeirri skoðun að ummæli forstjórans hefðu verið óeðlileg. Og þó hugtakið væri vissulega viðurkennt væri það á sama tíma afar umdeilt. Kristín fundaði um málið með ráðherra á mánudag þar sem ráðherra ákvað að láta skoða alla verkferla Útlendingastofnunar og ætlar að láta af því verða á næstu dögum. „Ég er sannfærður um það að þetta snúist ekki bara um mannafla og fjármagn, heldur einnig um verklag," sagði Ögmundur og bætti við að ekkert nema jákvætt hefði komið út úr fundinum með forstjóra Útlendingastofnunar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira