Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun