Nýtt húsbréfakerfi að danskri fyrirmynd Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. febrúar 2013 18:39 ASÍ vill innleiða nýtt húsbréfakerfi á Íslandi að danskri fyrirmynd. Kerfið er talið tryggja betur hag neytenda og á þeim rúmlega 200 árum sem það hefur verið við lýði í Danmörku hefur það staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins, heimsstyrjöld og tvær alþjóðlegar fjármálakreppur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti hugmyndina, en tilgangurinn er að gefa valkost um hagstæð og örugg íbúðalán sem byggja á föstum nafnvöxtum í stað verðtryggðra lána. Í grunninn virkar kerfið þannig að lántakandi gefur út veðskuldabréf tryggt með veði í fasteign hjá sérstakri húsnæðislánastofnun. Stofnunin gefur út skráð skuldabréf. Fjárfestir kaupir skráð skuldabréf á markaði og húsnæðislánastofnunin greiðir andvirði lánsins til lántakanda. Lántakandi greiðir vexti, afborganir og vaxtaálag til húsnæðislánastofnunarinnar sem greiðir fjárfestinum. Gera má ráð fyrir að fjárfestarnir í þessu tilviki verði lífeyrissjóðir að stærstum hluta. Til að kerfið gangi upp þarf að setja á laggirnar sérstakar húsnæðislánastofnanir en í Danmörku hafa bankarnir stofnað slíkar stofnanir, en þær mega aðeins sýsla með húsnæðisveðlán. Danska kerfið er hannað út frá þeirri forsendu að heimilin þurfi að búa við öryggi og stöðugleika við íbúðarkaup. Ákvörðun nafnvaxta verður á skuldabréfamarkaði og gegnsærri en nú er. Áhættu af lántöku verður deilt milli fjárfestis og lántakanda, ólíkt íslenska kerfinu þar sem áhættan af verðlagsþróun er nær öll hjá lántakanda. Yfir 200 ára reynsla er af danska kerfinu en það hefur staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins 1811, heimsstyrjöld og tvær fjármálakreppur á heimsvísu. Gylfi Arnbjörnsson segir auðvelt að innleiða kerfið á Íslandi. Rætt var við Gylfa Arnbjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
ASÍ vill innleiða nýtt húsbréfakerfi á Íslandi að danskri fyrirmynd. Kerfið er talið tryggja betur hag neytenda og á þeim rúmlega 200 árum sem það hefur verið við lýði í Danmörku hefur það staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins, heimsstyrjöld og tvær alþjóðlegar fjármálakreppur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kynnti hugmyndina, en tilgangurinn er að gefa valkost um hagstæð og örugg íbúðalán sem byggja á föstum nafnvöxtum í stað verðtryggðra lána. Í grunninn virkar kerfið þannig að lántakandi gefur út veðskuldabréf tryggt með veði í fasteign hjá sérstakri húsnæðislánastofnun. Stofnunin gefur út skráð skuldabréf. Fjárfestir kaupir skráð skuldabréf á markaði og húsnæðislánastofnunin greiðir andvirði lánsins til lántakanda. Lántakandi greiðir vexti, afborganir og vaxtaálag til húsnæðislánastofnunarinnar sem greiðir fjárfestinum. Gera má ráð fyrir að fjárfestarnir í þessu tilviki verði lífeyrissjóðir að stærstum hluta. Til að kerfið gangi upp þarf að setja á laggirnar sérstakar húsnæðislánastofnanir en í Danmörku hafa bankarnir stofnað slíkar stofnanir, en þær mega aðeins sýsla með húsnæðisveðlán. Danska kerfið er hannað út frá þeirri forsendu að heimilin þurfi að búa við öryggi og stöðugleika við íbúðarkaup. Ákvörðun nafnvaxta verður á skuldabréfamarkaði og gegnsærri en nú er. Áhættu af lántöku verður deilt milli fjárfestis og lántakanda, ólíkt íslenska kerfinu þar sem áhættan af verðlagsþróun er nær öll hjá lántakanda. Yfir 200 ára reynsla er af danska kerfinu en það hefur staðið af sér gjaldþrot danska ríkisins 1811, heimsstyrjöld og tvær fjármálakreppur á heimsvísu. Gylfi Arnbjörnsson segir auðvelt að innleiða kerfið á Íslandi. Rætt var við Gylfa Arnbjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent