Lífið

Enn er hún gagnrýnd fyrir holdafarið

Fyrirsætan Abbey Crouch setti myndir úr nýrri auglýsingaherferð á Twitter á dögunum og hneykslaði marga áhangendur sína enn og aftur.

Á myndunum sést vel hve grönn Abbey er en hún hefur látið hafa eftir sér í viðtölum að hún sé orðin þreytt á gagnrýnisröddum sem segja hana of granna. Aðdáendur hennar á Twitter gátu þó ekki orða bundist þegar þeir sáu nýju myndirnar.

Ekki mikið utan á henni.
“Þú þarft Big Mac-hamborgara stelpa. #rifbein,” skrifaði einn aðdáandi hennar á meðan annar sagði hana einfaldlega vera of horaða. Eru þessar athugasemdar í svipuðum dúr og hafðar voru eftir glamúrmódelinu Katie Price í The Sun fyrir stuttu. Þar sagði hún að Abbey væri alltof grönn.

Abbey segist ekki vera á einhverjum skrýtnum matarkúr.
“Hún lítur út eins og hún þurfi að borða hamborgara og franskar,” sagði Katie.

Eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Peter Crouch, er líka afar grannur.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.