Útkoman týpísk Hollywood-steypa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2013 12:59 Kristinn, Julian Assange og Jennifer Robinson hjá Wikileaks. Nordicphotos/Getty „Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tökur á kvikmyndinni, sem borið hefur vinnuheitið The Man Who Sold The World, hér á landi hefjast á fimmtudag. Myndin, sem fjallar um Wikileaks og Julian Assange, byggir á bókunum Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World's Most Dangerous Website og Inside Julian Assange's War on Secrecy. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir veitti handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Birgitta er persóna í myndinni en það er Kristinn ekki samkvæmt heimildum fréttastofu. „Blessunarlega," segir Kristinn sem hefur miklar efasemdir um myndina enda sé lítið að marka bækurnar tvær sem liggja til grundvallar henni. „Þegar lagt er af stað með þessar bækur til grundvallar á maður ekki von á öðru en að útkoman verði týpísk Hollywood-steypa sem á lítið skylt við raunveruleikann," segir Kristinn sem þekkir vel til bókarhöfundanna. „Þarna er byggt á tveimur bókum. Annars vegar eftir Daniel Domscheit-Berg sem var hent út úr samtökunum árið 2010 eftir að hann reyndi að grafa undan Julian Assange og endaði á því að skaða samtökin með því að eyða gögnum sem höfðu verið send til samtakanna," segir Kristinn og ber höfundi hinnar bókarinnar ekki heldur vel söguna. „Hin bókin er eftir David Leigh sem hefur jafnframt, með ógætilegri meðferð upplýsinga, valdið okkur skaða. Bókin er mjög neikvæð og full af rangfærslum að mörgu leyti. Ég ætti að vita það enda var ég í nánu samstarfi við hann og fleiri." Kristinn hefur mestar áhyggjur af því að kvikmyndin fái ímynd sannsögulegrar myndar sem menn miði við sem einhvers konar sannleik um WikiLeaks. „Ég hef efasemdir um að þetta verði nokkuð annað en einhver steypa sem er fjarskyld veruleikanum. Maður hefur séð það í öðrum myndum af svipuðum toga. Zero Dark Thirty með Kathryn Bigelow og The Social Network að sumu leyti," segir Kristinn og tekur fram að myndin sé ekki á neinn hátt unnin í samráði eða samstarfi við nokkurn innan WikiLeaks. Kristinn segist ekki eiga sérstaklega von á því að skella sér á myndina þegar hún verður tekin til sýninga. Forsvarsmenn íslenska framleiðslufyrirtækisins Truenorth, sem kemur að framleiðslu myndarinnar hér á landi, vilja ekki tjá sig um myndina að svo stöddu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tökur á kvikmyndinni, sem borið hefur vinnuheitið The Man Who Sold The World, hér á landi hefjast á fimmtudag. Myndin, sem fjallar um Wikileaks og Julian Assange, byggir á bókunum Inside WikiLeaks: My Time with Julian Assange at the World's Most Dangerous Website og Inside Julian Assange's War on Secrecy. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir veitti handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu fyrr í mánuðinum. Birgitta er persóna í myndinni en það er Kristinn ekki samkvæmt heimildum fréttastofu. „Blessunarlega," segir Kristinn sem hefur miklar efasemdir um myndina enda sé lítið að marka bækurnar tvær sem liggja til grundvallar henni. „Þegar lagt er af stað með þessar bækur til grundvallar á maður ekki von á öðru en að útkoman verði týpísk Hollywood-steypa sem á lítið skylt við raunveruleikann," segir Kristinn sem þekkir vel til bókarhöfundanna. „Þarna er byggt á tveimur bókum. Annars vegar eftir Daniel Domscheit-Berg sem var hent út úr samtökunum árið 2010 eftir að hann reyndi að grafa undan Julian Assange og endaði á því að skaða samtökin með því að eyða gögnum sem höfðu verið send til samtakanna," segir Kristinn og ber höfundi hinnar bókarinnar ekki heldur vel söguna. „Hin bókin er eftir David Leigh sem hefur jafnframt, með ógætilegri meðferð upplýsinga, valdið okkur skaða. Bókin er mjög neikvæð og full af rangfærslum að mörgu leyti. Ég ætti að vita það enda var ég í nánu samstarfi við hann og fleiri." Kristinn hefur mestar áhyggjur af því að kvikmyndin fái ímynd sannsögulegrar myndar sem menn miði við sem einhvers konar sannleik um WikiLeaks. „Ég hef efasemdir um að þetta verði nokkuð annað en einhver steypa sem er fjarskyld veruleikanum. Maður hefur séð það í öðrum myndum af svipuðum toga. Zero Dark Thirty með Kathryn Bigelow og The Social Network að sumu leyti," segir Kristinn og tekur fram að myndin sé ekki á neinn hátt unnin í samráði eða samstarfi við nokkurn innan WikiLeaks. Kristinn segist ekki eiga sérstaklega von á því að skella sér á myndina þegar hún verður tekin til sýninga. Forsvarsmenn íslenska framleiðslufyrirtækisins Truenorth, sem kemur að framleiðslu myndarinnar hér á landi, vilja ekki tjá sig um myndina að svo stöddu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira