Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Andri Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 18:45 Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent