Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Andri Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 18:45 Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira