Vilja kenna börnum skák frá fyrsta degi Svavar Hávarðsson skrifar 8. apríl 2013 07:00 Sannað þykir að bæta megi skólastarf með markvissri skákiðkun í skólum. Mynd/hrafn jökulsson Sterk rök hníga að því að taka upp skákkennslu í grunnskólum landsins sem hluta af fastri stundaskrá. Könnun meðal skólastjórnenda sýnir að 97% þeirra vilja taka þátt í tilraunaverkefni sem myndi innleiða kerfisbundna skákkennslu fyrir yngstu börnin inn í skólastarfið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði í byrjun árs. Helstu rökin sem nefnd eru í skýrslunni fyrir því að taka upp skipulega skákkennslu í skólum eru uppeldisleg. Rannsóknir sýni að nemendur sem fá reglubundna skákkennslu verði námfúsari, hegði sér betur og öðlist meira sjálfstraust. Könnun nefndarinnar sýndi að skák er hluti af skólastarfinu í 73% grunnskóla. Sú iðkun er með ýmsu móti. Það sem stendur frekari skákiðkun fyrir þrifum er helst skortur á þjálfuðum kennurum og ekki síður að námsefni vantar, er mat skólastjórnenda. Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneytisins, starfaði með nefndinni. Hann segir að stefnt sé að fundi með ráðherra um niðurstöður nefndarinnar og framhald málsins innan ráðuneytisins, þar á meðal verður kostnaður greindur. Nefndina skipuðu þekktir skákmeistarar og aðrir velunnarar skáklistarinnar. Við spurningunni hvort niðurstaða nefndarinnar, jákvæðni hennar gagnvart skákkennslu í skólum, mótist ekki af skákáhuga nefndarmanna segir Stefán að vissulega sé ýmislegt annað í gangi í skólakerfinu sem sé jákvætt og verðskuldi athygli. „En þetta skýrist af reynslu víða um heim þar sem skólayfirvöld eru að taka skákina upp í skólunum af ýmsum uppeldislegum ástæðum.“ Hér vísar Stefán til þess að til umræðu er innan Evrópusambandsins og hjá Evrópuþinginu að taka skák kerfisbundið upp sem fag í skólum vegna árangurs sem skipuleg skákkennsla og skákiðkun er talin gefa í skólastarfi. Víða utan Evrópusambandsins, í ríkjum þar sem er mikil skákhefð, hefur skipuleg skákkennsla þegar verið tekin upp á undanförnum árum. Efnislega eru niðurstöður nefndarinnar þær sömu og annarrar nefndar með sama hlutverk, sem skipuð var af þáverandi menntamálaráðherra árið 2007. Stefán játar því að hrunið haustið 2008 hafi haft mikið með það að gera að lítið varð úr verki, en nefndarstarfið núna sé einnig svar við því hversu verkefnið stóð stutt í fyrra skiptið. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Sterk rök hníga að því að taka upp skákkennslu í grunnskólum landsins sem hluta af fastri stundaskrá. Könnun meðal skólastjórnenda sýnir að 97% þeirra vilja taka þátt í tilraunaverkefni sem myndi innleiða kerfisbundna skákkennslu fyrir yngstu börnin inn í skólastarfið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði í byrjun árs. Helstu rökin sem nefnd eru í skýrslunni fyrir því að taka upp skipulega skákkennslu í skólum eru uppeldisleg. Rannsóknir sýni að nemendur sem fá reglubundna skákkennslu verði námfúsari, hegði sér betur og öðlist meira sjálfstraust. Könnun nefndarinnar sýndi að skák er hluti af skólastarfinu í 73% grunnskóla. Sú iðkun er með ýmsu móti. Það sem stendur frekari skákiðkun fyrir þrifum er helst skortur á þjálfuðum kennurum og ekki síður að námsefni vantar, er mat skólastjórnenda. Stefán Baldursson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneytisins, starfaði með nefndinni. Hann segir að stefnt sé að fundi með ráðherra um niðurstöður nefndarinnar og framhald málsins innan ráðuneytisins, þar á meðal verður kostnaður greindur. Nefndina skipuðu þekktir skákmeistarar og aðrir velunnarar skáklistarinnar. Við spurningunni hvort niðurstaða nefndarinnar, jákvæðni hennar gagnvart skákkennslu í skólum, mótist ekki af skákáhuga nefndarmanna segir Stefán að vissulega sé ýmislegt annað í gangi í skólakerfinu sem sé jákvætt og verðskuldi athygli. „En þetta skýrist af reynslu víða um heim þar sem skólayfirvöld eru að taka skákina upp í skólunum af ýmsum uppeldislegum ástæðum.“ Hér vísar Stefán til þess að til umræðu er innan Evrópusambandsins og hjá Evrópuþinginu að taka skák kerfisbundið upp sem fag í skólum vegna árangurs sem skipuleg skákkennsla og skákiðkun er talin gefa í skólastarfi. Víða utan Evrópusambandsins, í ríkjum þar sem er mikil skákhefð, hefur skipuleg skákkennsla þegar verið tekin upp á undanförnum árum. Efnislega eru niðurstöður nefndarinnar þær sömu og annarrar nefndar með sama hlutverk, sem skipuð var af þáverandi menntamálaráðherra árið 2007. Stefán játar því að hrunið haustið 2008 hafi haft mikið með það að gera að lítið varð úr verki, en nefndarstarfið núna sé einnig svar við því hversu verkefnið stóð stutt í fyrra skiptið.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent