Innlent

Þorskurinn í fæðingarorlof

Þorskurinn er að fara í fæðingarorlof, en svo nefna sjómenn gjarnan hrygningarstoppið, þegar veiðar eru bannaðar á tilteknum hrygningarsvæðum þorskins til að trufla ekki hrygningu hans.

Nýjustu mælingar Hafrannsóknarstofnunar sýna að þorskstofninn er í vexti og að meðalþyngd hans fari líka hækkandi. Sjómenn og útvegsmenn eru því vongóðir um að kvótinn verði aukinn í sumar.

Svipaða sögu er að segja að þorskstofninum við Noregsstrendur og þar vænta menn líka aukins kvóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×