Innlent

Tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.
„Margaret Thatcher var tvímælalaust einn merkasti stjórnmálamáður 20 aldarinnar," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Talsmaður Thatchers tilkynnti breskum fjölmiðlum í morgun að Thatcher væri látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var heilablóðfall.

„Í henni fóru saman hugrekki og hyggindi. Ég hitti hana nokkrum sinnum og hún hafði mjög sterk áhrif á mig og fleiri," segir Hannes. Hann segir að Thatcher hafi verið sterkur persónuleiki. „Mér er það minnisstætt þegar hún sagði við mig að gallinn við fólkið á meginlandi Evrópu væri að það hefði aldrei skilið hina engilsaksnesku hefð fyrir frelsi innan marka laganna," segir Hannes.

„Og ég held að hún hafi haft ýmislegt til síns máls. Bretland var vagga hinnar þingbundnu stjórnar og atvinnufrelsis og hún var einn glæsilegasti fulltrúi þeirrar hefðar," segir Hannes að lokum, en hann er staddur í Brasilíu um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×