Innlent

Keyrði á ljósastaur og reyndi að flýja vettvang

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um klukkan hálfeitt í nótt um bíl hefði verið ekið á ljósastaur á gatnamótum Frakkastígs og Bergþórugötu með þeim afleiðingum að ljósastaurinn féll. Bílnum hafði einnig verið ekið á kyrrstæða bifreið.

Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaður bifreiðarinnar að reyna aka af vettvangi. Ökumaðurinn, kona á þrítugsaldri var mjög ölvuð og var hún handtekin. Þá voru sex aðrir ökumenn teknir úr umferð í nótt vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs að því er segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×